Heimavellir hf.: Tilkynning vegna kröfuhafafunda skuldabréfaeigenda HEIMA071225, HEIMA071248 og HEIMA100646 sem átti að halda þann 7. desember 2020

LEX, sem umboðsmaður kröfuhafa í skuldabréfaflokkunum HEIMA071248, HEIMA071225 HEIMA100646 hefur boðað fund með eigendum skuldabréfa þann 7. desember 2020 í samræmi við umboðssamning, dags. 12. desember 2018, þar sem á dagskrá eru m.a. tillögur útgefanda, Heimavalla hf., um tilteknar breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Heimavellir hf. hafa óskað eftir því að bæta tillögu við þær tillögur sem lagðar voru fram þann 23. nóvember 2020 sbr. viðaukar við þessa tilkynningu.Í ljósi þessa og til að gefa skuldabréfaeigendum færi á að mynda sér upplýsta skoðun á kostum framkominnar tillögu, hefur verið ákveðið að fresta fundunum sem búið var að boða til þannig að nýir fundartímar eru eftirfarandi:Fundur vegna HEIMA071225 verður haldinn þann 11. desember 2020 kl:09:00Fundur vegna HEIMA071248 verður haldinn þann 11. desember 2020 kl:10:00Fundur vegna HEIMA100646 verður haldinn þann 11. desember 2020 kl:11:00Ítrekað er að ákvarðanir sem teknar eru með tilskyldum atkvæðafjölda á ályktanabærum kröfuhafafundi binda alla kröfuhafa. Í ljósi sóttvarnarreglna verður fundurinn haldinn í gegnum Microsoft Teams samskiptaforritið og eru kröfuhafar beðnir um að tilkynna um fundarsókn sína til veðgæsluaðila í póstfangið gudmundur@lex.is sem mun í kjölfarið senda rafrænt fundarboð ásamt fundargögnum.Nánari upplýsingar veitir: Erlendur Kristjánsson, fjárfestatengill/regluvörður, erlendur@heimavellir.is, s. 5173440Viðhengi20201203_Viðbótartillögur_HEIMA07122520201203_Viðbótartillögur_HEIMA07124820201203_Viðbótartillögur_HEIMA100646