Heimavellir hf.: – Stækkun á skuldabréfaflokkunum HEIMA071225 og HEIMA071248

Heimavellir hf. lauk í dag, 2. mars 2020, stækkun á skuldabréfaflokkunum HEIMA071225 og HEIMA071248. Alls voru gefin út skuldabréf í flokkunum fyrir 2.800 m.kr á 2,98% veginni meðal ávöxtunarkröfu.Gefin voru út skuldabréf í flokknum HEIMA071225 að nafnvirði 1.320 milljónir króna og seld á ávöxtunarkröfunni 2,85%. Heildarstærð flokksins verður 4.660 milljónir króna, að nafnvirði, eftir stækkunina.Gefin voru út skuldabréf í flokknum HEIMA071248 að nafnvirði 1.480 milljónir króna og seld á ávöxtunarkröfunni 3,10%. Heildarstærð flokksins verður 5.740 milljónir króna, að nafnvirði, eftir stækkunina.Með útgáfu í ofangreindum flokkum munu Heimavellir endurfjármagna núverandi skuldir félagsins.Skuldabréfaflokkurinn HEIMA071225 ber 3,20% fasta verðtryggða vexti, með greiðsluferil afborgana sem fylgir 30 ára greiðsluferli. Skuldabréfaflokkurinn HEIMA071248 ber 3,65% fasta verðtryggðra vexti og er jafngreiðslubréf til 30 ára. Báðir flokkarnir eru veðtryggðir með sama tryggingafyrirkomulagi.Markaðsviðskipti Arion banki hf. höfðu umsjón með sölunni.Nánari upplýsingar veita:Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. – gauti@heimavellir.is. – s: 860 5300Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Markaðsviðskiptum Arion banka hf. – hrafn.steinarsson@arionbanki.is  – s: 444 6910 / 856 6910