Heimavellir hf.: – Niðurstaða skuldabréfa- og víxlaútboðs Heimavalla hf. 22. október 2019

Heimavellir hf. lauk í dag lokuðu útboði á skuldabréfum og víxlum. Boðin voru til sölu skuldabréf í flokkinum HEIMA071225 og víxlar í nýjum flokki, HEIMA290720.Alls bárust tilboð í skuldabréfaflokkinn HEIMA071225 að nafnvirði 960 milljónir króna á ávöxtunarkröfu á bilinu 2,80% – 3,19%. Samþykkt voru tilboð að fjárhæð 200 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,80%. Heildarstærð flokksins verður 1.340 milljónir króna, að nafnvirði, eftir aukninguna.Alls bárust tilboð í víxlaflokkinn HEIMA290720 að nafnvirði 120 milljónir króna. Öllum tilboðum í flokkinn var hafnað.Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er þriðjudagurinn 29. október 2019.Með útgáfu ofangreindra flokka munu Heimavellir endurfjármagna núverandi skuldir félagsins.Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hafði umsjón með sölunni.Nánari upplýsingar veita:Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. – gauti@heimavellir.is. – s: 860 5300Ástrós Björk Viðarsdóttir, sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. – astros.vidarsdottir@arionbanki.is – s: 856 7191Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Markaðsviðskiptum Arion banka hf. – hrafn.steinarsson@arionbanki.is – s: 444 6910 / 856 6910