Heimavellir hf.- Lánsfjármögnun vegna kaupa á íbúðum að Hlíðarenda tryggð.

Heimavellir og Arion banki gengu í dag frá fjármögnun á seinni hluta kaupsamnings um íbúðir að Hlíðarenda í Reykjavík. Um er að ræða 91 íbúð við Fálkahlíð 6, Smyrilshlíð 10, Hlíðarfót 11, Hlíðarfót 13, Hlíðarfót 15 og Hlíðarfót 17. Lánið er óverðtrygt til tveggja ára og er hægt að greiða upp að hluta eða fullu leiti á lánstímanum án gjalds. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í vor og verða þær allar tilbúnar fyrir árslok. Mikill áhugi er á íbúðum á svæðinu og er búið að selja 78 af þeim 106 íbúðum sem hafa verið boðnar til sölu að undanförnu. Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna á hlidin.is. Með fjármögnun þessari hafa Heimavellir tryggt sér nægjanlegt lánsfé í allar fyrirliggjandi fjárfestingar félagsins.Frekari upplýsingar veitir:Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóris: 860-5300