Heimavellir hf. – Birting verðbréfalýsingar
Heimavellir hf., hefur birt verðbréfalýsingu í tengslum við umsókn um að þriðja útgáfa skuldabréfaflokksins HEIMA071225, að nafnverði 200.000.000 kr., verði tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði Nasdaq Iceland hf. Verðbréfalýsingin er dagsett 25. október 2019, staðfest að Fjármálaeftirlitinu, gefin út rafrænt á íslensku og birt á vefsíðu Heimavalla hf., nánar til tekið á slóðinni: https://www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/skuldabrefautbod. Lýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði. Gert er ráð fyrir þriðja útgáfa skuldabréfaflokksins verði tekin til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf. þann 29. október 2019.Skuldabréfin eru gefin út af Heimavöllum hf. Höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa, sem öll hafa verið seld, nemur 1.340.000.000 kr. að nafnverði eftir útgáfuna. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Auðkenni flokksins er HEIMA071225 og ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000030799. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 20.000.000 kr að nafnverði.Nánari upplýsingar um Heimavelli hf. og skuldabréfaflokkinn má finna í lýsingu sem samanstendur af útgefandalýsingu dagsettri 5. júní 2019 og framangreindri verðbréfalýsingu dagsettri 25. október 2019. Fyrirtækjaráðgjöf fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skuldabréfin tekin til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf.