Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga 478 m.kr. á fyrri hluta ársins 2020

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 478 milljónum króna á fyrri árshelmingi 2020 samanborið við 480 milljónir króna á sama tímabili árið 2019. Heildareignir Lánasjóðsins þann 30. júní voru 130 milljarðar króna samanborið við 117 milljarða í árslok 2019.Heildarútlán sjóðsins námu 122 milljörðum króna samanborið við 111 milljarða í árslok 2019. Ný útlán á fyrstu 6 mánuðum námu 15,3 milljörðum og eru umfram væntingar stjórnenda. Þessi aukning er til komin vegna væntra áhrifa Covid-19 á fjárhag sveitarfélaga þegar líður á árið.Eigið fé Lánasjóðsins nam 18,8 milljörðum króna á móti 18,3 milljörðum í árslok 2019. Á aðalfundi sjóðsins þann 12. júní síðastliðinn var ákveðið að greiða ekki arð til hluthafa vegna afkomu ársins 2019.Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu á fyrri hluta ársins var 15,2 milljarðar króna en var 11,4 milljarðar á sama tíma í fyrra.Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 260% sem nú er reiknað með öðrum forsendum en var í árslok 2019. Í árslok 2019 var hlutfallið 70% en hefði verið 392% samkvæmt núgildandi aðferð. Breytingin er að Lánasjóðurinn hefur ákveðið að nýta heimild til mildunar við eiginfjárútreikninga lána með veð í tekjum sveitarfélaga sbr. tilkynningu til kauphallar Nasdaq þann 16. apríl. Við þetta fá áhættuskuldbindingar með veði í tekjum áhættuvog eins og íslenska ríkið, þ.e. 0% vegna lána í íslenskum krónum. Þann 30. júní 2020 voru öll langtímalán Lánasjóðsins með veði í tekjum.Helstu niðurstöður í milljónum króna:
FramtíðarhorfurLánasjóður sveitarfélaga sér fram á áframhaldandi kröftuga eftirspurn eftir útlánum, bæði vegna COVID-19 faraldursins og ýmissa framkvæmda í sveitarfélögum landsins. Í tilkynningu frá Lánasjóðnum þann 8. maí síðastliðinn var aukin fjárþörf sveitarfélaga vegna faraldursins á árunum 2020 og 2021 metin á bilinu 40 til 50 milljarðar.Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 20. ágúst kl. 9.00. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Fundurinn er fjarfundur og eru markaðsaðilar beðnir um að staðfesta þátttöku á fundinum með því að senda tölvupóst á ottar@lanasjodur.is.Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.ViðhengiÁrshlutareikningur LS _ 2020 06 30