Fyrsta græna nafnvaxtaskuldabréfið á Íslandi

Orkuveita Reykjavíkur hefur í dag gefið út nýjan grænan skuldabréfaflokk með auðkennið OR231023 GB. Þetta er jafnframt fyrsti óverðtryggði græni skuldabréfaflokkur sem gefinn hefur verið út á Íslandi.Skuldabréfin eru með vaxtagreiðslufyrirkomulagi og bera 2,8% vexti sem greiðast fjórum sinnum á ári fram að lokagjalddaga þann 23. október 2023.Seld voru skuldabréf að fjárhæð 3.000 m.kr. að nafnvirði.Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.Nánari upplýsingar veita: Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Fjármála OR, sími: 516-6100, netfang: ingvar.stefansson@or.isMatei Manolescu, markaðsviðskipti, Fossar markaðir, sími: 522 4008, netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com