Fly Play hf.: Útgáfa nýs hlutafjár
Fly Play hf.: Útgáfa nýs hlutafjár
Stjórn Fly Play hf.: kt. 660319-0180, tók þann 2. júní 2022, ákvörðun um að hækka hlutafé félagsins um kr. 303.030 að nafnvirði, úr kr. 703.030.301 í kr. 703.333.331, að nafnverði, með útgáfu 303.030 nýrra hluta.
Hlutirnir eru gefnir út til efnda á kaupréttarsamningum sem félagið gerði við tiltekna starfsmenn og eru gefnir út á genginu 8.
Heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins er til samræmis við samþykktir félagsins en samkvæmt heimildinni hafa hluthafar ekki forgangsrétt að nýjum hlutum, heldur er stjórn heimilt að gefa út hluti til efnda skuldbindinga félagsins skv. kaupréttarsamningum.
Fyrirtækjaskrá hefur nú afgreitt tilkynningu um hækkun hlutafjár og hefur félagið óskað eftir að framangreindir hlutir verði teknir til viðskipa á First North og er áætlað að fyrsti viðskiptadagur verði 24. júní n.k.
Hluthafaskrá Fly Play hf. verður uppfærð til samræmis.