Fitch Ratings staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum

Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt eru óbreyttar og standa í A.  Horfur eru neikvæðar.Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli m.a. háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti, hátt þróunarstig og góða umgjörð viðskiptalífsins sem eru sambærilegri við lönd með „AAA“ og „AA“  lánshæfiseinkunn. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leitt til skarps efnahagssamdráttar og viðsnúnings til hins verra í opinberum fjármálum. Smæð hagkerfisins og takmarkaður fjölbreytileiki útflutnings draga lánshæfiseinkunnina niður. Neikvæðar horfur endurspegla hækkun skulda sem hlutfalls af landsframleiðslu og hættu á að faraldurinn verði langvarandi og færist í aukana sem myndi hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið og fjármálakerfið.  Að mati Fitch Ratings gætu kosningar á næsta ári leitt til slakara aðhalds í opinberum fjármálum, en breið pólitísk samstaða um að byggja upp viðnámsþrótt í opinberum fjármálum og mikil lækkun skulda á síðustu árum styður við trúverðugleika til lengri tíma litið.Ísland hefur burði til að fjármagna mikinn halla á ríkisfjármálum vegna viðbragða við áhrifum heimsfaraldursins á næstu árum. Heildareignir íslenskra ​​lífeyrissjóða námu 168% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2019 og þar af voru um 70% í innlendum eignum.  Ríkissjóður hefur einnig greiðan aðgang að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum og rúma sjóðsstöðu í innlendri og erlendri mynt auk þess sem lausafjárstaða bankakerfisins er góð.Skjót viðbrögð heilbrigðisyfirvalda hafa komið í veg fyrir að grípa hafi þurft til harðs útgöngubanns til að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldursins. Örvunaraðgerðir á sviði ríkisfjármála og peningamála hafa mildað samdráttinn í einkaneyslu og viðhaldið efnahagslegum og fjármálalegum stöðugleika.Aukið traust á því að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu nái stöðugleika til meðallangs tíma og að hagkerfið komist hjá langvarandi kreppu gætu leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.Neikvæðari þróun skulda en gert er ráð fyrir, til dæmis vegna skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum eftir að stuðningsaðgerðir vegna heimsfaraldursins hafa runnið sitt skeið, veikari hagvaxtarhorfur eða verulegt fjármagnsútflæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á efnahagslegan stöðugleika og erlenda stöðu þjóðarbúsins gætu leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.Frekari upplýsingar eru á fjr.is 

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.