Festi – Kaup á öllu hlutafé í Íslenskri orkumiðlun

Fréttatilkynning                                                                              Kópavogur 01.03.2020FESTI HF. KAUPIR ALLT HLUTAFÉ Í ÍSLENSKRI ORKUMIÐLUN EHF.FESTI hf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Íslenskri Orkumiðlun ehf.  (ÍOM). Íslensk Orkumiðlun ehf. var stofnuð í janúar 2017 og fékk leyfi til að stunda raforkuviðskipti 16. febrúar. Raforkusala hófst síðan 1. júlí 2017.Allt það rafmagn sem ÍOM selur kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum, annað hvort vatnsafli eða jarðvarma.  Markaðshlutdeild félagsins er tæplega 7% þó félagið hafi aðeins verið með starfsemi í þrjú ár og sýnir það sterka stöðu fyrirtækisins.  Af því rafmagnsmagni sem skipti um orkusala á árinu 2018 fóru 42% til Íslenskrar orkumiðlunar og 75% af því orkumagni sem flutti sig árið 2019.  Félagið hafði rekstrartekjur uppá tæplega 1,4 milljarða á síðasta ári og jukust rekstrartekjur um ríflega 45% á milli ára. Viðskiptavinir í sjávarútvegi eru stærstu viðskiptavinir félagsins.N1 er orkusali FESTI samstæðunnar og mun starfsemi Íslenskrar Orkumiðlunar færast undir N1. N1 bætir þannig við þá sölu sem fyrir er, annars vegar jarðefnaeldsneytis og hins vegar endurnýjanlegra orkugjafa, bæði til fyrirtækja og almennings,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri FESTI.Kaupverð hlutafjárins nemur alls 850 m.kr., en FESTI átti fyrir 15% í félaginu. Því er fjárfestingin upp á 722,5 m.kr.. Verður kaupverðið greitt með hlutum í FESTI annars vegar og hins vegar með reiðufé við afhendingu. Seljendur skuldbinda sig jafnframt til að selja hvorki né framselja þá hluti sem þeir fá afhenta í 12 mánuði frá afhendingu.„N1 ætlar sér að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.  Við sjáum mikil tækifæri í sölu á raforku til heimila og fyrirtækja og viljum halda áfram okkar vegferð að einfalda lífið fyrir viðskiptavini N1.  N1 keypti Hlöðu á síðasta ári og með kaupum á ÍOM erum við komnir með alla innviði til að taka fullan þátt í raforkusölu og getum t.a.m. þjónustað rafbílaeigendur bæði með búnað og raforku “ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.„Þetta er búið að vera spennandi vegferð undanfarin ár, að byggja upp orkusölufyrirtæki til íslenskra fyrirtækja og heimila.  Með N1 sem eiganda og innan þeirra raða stóraukast möguleikar á sölu til heimila og viðskiptavina N1. Margir hafa ekki horft á rafmagn sem vöru sem hægt er að kaupa af mismunandi aðilum.  En það er hægt og fyrirtæki og heimilin í landinu geta sparað sér peninga.  Ég hlakka til að halda áfram virkri samkeppni á þessum markaði og starfa með öflugu og skemmtilegu fólki til framtíðar.“ Segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Íslenskrar orkumiðlunar.Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins.  Gangi þeir fyrirvarar eftir má gera ráð fyrir að gengið verði endanlega frá viðskiptunum síðar á árinu.Nánari upplýsingar veitir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri FESTI (eggert@festi.is)Sjá nánar: www.iom.isViðhengiFesti hf kaupir allt hlutafé ÍOM ehf_

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.