Festi hf.: Leiðrétting á skýringu í árshlutareikningi Q3 2019
Festi hf. birti afkomu fyrir 3. ársfjórðung 2019 fyrr í dag þann 6. nóvember 2019. Framsetning á samanburðarfjárhæðum í skýringu 6. Sala og framlegð var ekki rétt í árshlutareikningnum. Í ársuppgjöri 2018 var framsetningu breytt þannig að dreifingarkostnaður er færður til gjalda meðal kostnaðarverðs seldra vara en var áður færður meðal sölu- og dreifingarkostnaðar. Við leiðréttingu samanburðarfjárhæða fyrir tímabilið 1. janúar – 30. september 2018 í ofangreindri skýringu var dreifingarkostnaður eldsneytis ranglega flokkaður meðal kostnaðarverðs seldra vara á öðrum vörum.Meðfylgjandi er leiðréttur árshlutareikningur fyrir 3. ársfjórðung 2019 ásamt leiðréttri afkomutilkynningu.ViðhengiFesti hf. – Árshlutareikningur Q3 2019Festi hf. – Afkomutilkynning Q3 2019Festi hf. – Interim Financial Statement Q3 2019Festi hf. – Company announcement Q3 2019