Festi hf. : Lækkun hlutafjár
Aðalfundur Festi hf. sem fram fór þann 22 mars 2021 samþykkti að lækka hlutafé félagsins um 9.199.999 kr. að nafnvirði sem nemur 9.199.999 hlutum, til jöfnunar á eigin hlutum félagsins. Lækkunin hefur nú verið framkvæmd þann 20. apríl 2021. Hlutafé félagsins lækkaði úr 332.699.999 kr. í 323.500.000 kr. að nafnvirði sem skiptist í jafnmarga hluti og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði. Félagið á í dag 486.186 eigin hluti.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Kr. Ingason, fjármálastjóri Festi – mki@festi.is