Festi hf.: Ársuppgjör 2019

Helstu niðurstöðurFramlegð af vöru- og þjónustusölu á fjórða ársfjórðungi (4F) 2019 5.372 m.kr. samanborið við 4.858 á sama tímabili 2018 og hækka um 10,6%Rekstrarkostnaður á fjórða ársfjórðungi (4F) 2019 3.606 m.kr. samanborið við 3.329 á sama tímabili 2018 og hækkar um 8,3%EBITDA Festi að undanskildum kostnaði við kaup á Hlekk nam 1.766 m.kr. á 4F 2019 samanborið við 1.529 m.kr. á 4F 2018 sem er 15,5% hækkun á milli ára.EBITDA að undanskildum kostnaði við kaup á Hlekk nam 7.743 m.kr. árið 2019 samanborið við 4.958 m.kr. árið 2018 sem skýrist af mestu að því að ELKO, Krónan, Bakkinn og Festi fasteignir voru hluti af samstæðu Festi 4 mánuði 2018, en allt árið 2019.Vaxtaberandi skuldir námu 33.380 m.kr. í árslok 2019 en voru 37.314 m.kr. í árslok 2018.Hreinar vaxtaberandi skuldir námu 28.011 m.kr. í árslok 2019 en voru 33.047 m.kr. í árslok 2018 og lækkuðu um 5.036 m.kr. á milli ára.Eigið fé var 28.688 m.kr. og eiginfjárhlutfall 35,3% í lok 4F 2019 en var 33,4% í árslok 2018.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi hf.:„Reksturinn á fjórða ársfjórðungi 2019 var umfram væntingar okkar og í raun frábær endir á fyrsta heila rekstrarári Festi samstæðunnar þrátt fyrir mikið umrót í íslensku efnahagslífi. Má þar nefna loðnubrest, gjaldþrot WOW air, samdrátt í ferðaþjónustu og harðan upptakt í aðdraganda kjarasamninga. Krónan fékk 1. verðlaun í Íslensku ánægjuvoginni og ljóst er að Krónan er að skapa sér sterkari stöðu á matvörumarkaði ár frá ári. Rekstur N1 var í takt við væntingar þrátt fyrir samdrátt í ferðaþjónustu. Rekstur ELKO var undir væntingum framan af ári en góður viðsnúningur varð á fjórða ársfjórðungi 2019. Fjárhagsstaða Festi er mjög traust og sjóðstreymið er sterkt og lækkuðu skuldir samstæðunnar um 5 milljarða á árinu sem styrkir félagið í að vera áfram leiðandi á þeim mörkuðum sem við störfum til að skapa virði fyrir alla haghafa með hagskvæmni og traust að leiðarljói.“Nánari upplýsingar er að finna í viðhengjum.ViðhengiFesti hf – Afkomutilkynning Q4 2019Festi hf – Ársreikningur 2019Festi hf. – Fjárfestakynning Q4 2019