Félagsbústaðir: Útboð á félagslegum skuldabréfum 10. mars

Miðvikudaginn 10. mars 2021 verða boðin til sölu í lokuðu útboði félagsleg skuldabréf í skuldabréfaflokki Félagsbústaða, FB100366 SB.Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með jöfnum greiðslum á 3 mánaða fresti og lokagjalddaga 10. mars 2066 og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar. Áður hafa verið gefin út bréf í flokknum að nafnvirði 11.650 m.kr. að nafnvirði.Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Félagsbústaðir áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.Félagsleg skuldabréf (e. Social Bonds) eru skuldabréf sem gefin eru út til að fjármagna sérstök verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Einn helsti hvatinn að útgáfu slíkra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti.Félagsbústaðir hafa sett sér félagslegan skuldabréfaramma um þessa útgáfu (e. Reykjavik Social Housing Social Bond Framework) sem fylgir alþjóðlegum viðmiðum um félagsleg skuldabréf (e. Social Bond Principles) gefnum út af ICMA, Alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði. Ramminn hefur hlotið óháða vottun (e. second opinion) frá Sustainalytics sem er leiðandi aðili í slíkri vottunum á heimsvísu. Félagslega rammann ásamt vottun Sustainalytics má nálgast á vefsíðu Félagsbústaða á slóðinni: https://www.felagsbustadir.is/um-starfsemina/fjarhagur/.Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.Nánari upplýsingar:
Sigrún Árnadóttir
Framkvæmdastjóri Félagsbústaða
Sími: 520 1500
sigrun@felagsbustadir.is
Daði Kristjánsson
Fossar markaðir hf.
Sími: 840 4145
dadi.kristjansson@fossarmarkets.com
Matei Manolescu
Fossar markaðir hf.
Netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com
Sími: 832 4008


Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.