Félagsbústaðir – Árshlutareikningur 30.09.2019
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.09. 2019 á fundi sínum í dag 21.nóvember. Helstu kennitölur reikningsins eru:Rekstrartekjur tímabilsins námu 3.377 millj.kr.Afkoma tímabilsins fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 1.687 millj.kr. eða 50,0% af rekstrartekjumMatshækkun fjárfestingaeigna fyrir tímabilið nam 3.858 millj.kr.Virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins er 90.373 millj.kr.Eigið fé í lok tímabilsins er 46.466 millj.kr.Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 51,0%Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 40.929 millj.kr.Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgja þeim reglum sem gilda um skráð félög. Samþykktir félagsins kveða einnig á um fyrirkomulag ýmissa þátta í starfseminni og eru þær aðgengilegar á vefsíðu þess ásamt þeim lögum sem gilda um félagið.Rekstur og afkomaRekstrartekjur Félagsbústaða á þriðja ársfjórðungi 2019 námu 3.377 millj.kr. og jukust um 13,2% milli ára en þar munar mest um verðbólguhækkun og stækkun eignasafnsins. Rekstur og viðhald eigna hækkar um 21 m.kr. eða um 2,7% á milli ára. Rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT%) er hærra en á fyrra ári eða 50,0% samanborið við 44,8% fyrir sama tímabil 2018.Eignasafn og efnahagurHeildareignir félagsins námu 91.040 millj.kr. í lok tímabilsins en þær jukust um 8,8% frá ársbyrjun. Fjárfestingareignir jukust um 8,6% eða 7.171 millj.kr., fjárfest var fyrir 3.382 millj.kr. og matsbreyting nam 3.858 millj.kr. Tekin voru ný langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 3.000 millj.kr. en stofnframlög frá ríki og borg námu 414 millj.kr. á tímabilinu. Eigið fé hækkaði um ríflega 3.826 millj.kr. frá ársbyrjun 2019. Eiginfjárhlutfall í lok tímabils var 51,0% en 50,9% í lok árs 2018. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.SkuldabréfaútboðÞann 6. nóvember 2019 gaf félagið út svonefnd félagsleg skuldabréf, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Skuldabréfaflokkurinn, FB100366 SB, er verðtryggður til 47 ára og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar. Alls voru 6.400 milljónir að nafnvirði seldar í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 1,90% og verður flokkurinn tekinn til viðskipta á Sustainable Bond markaði Nasdaq Iceland. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um rúmlega 500 fram til ársins 2022.Þróun eignasafnsFélagsbústaðir keyptu 92 fasteignir á fyrstu 9 mánuðum 2019 en félagið áformar að fjölga leigueiningum um 125 á árinu. Það verður aðallega gert með kaupum á nýjum íbúðum á almennum markaði.Nánari upplýsingar veitir:Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sigrun@felagsbustadir, sími 520 1500AttachmentÁrshlutareikningur 2019 09 30 undirritaður