Eimskip: Upplýsingar vegna kröfu Gylfa Sigfússonar
Vísað er til fréttar frá 19. maí sl. um kröfu Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra, að rannsókn Héraðssaksóknara á hendur honum verði hætt.Í dag úrskurðaði Landsréttur um frávísunarkröfu Héraðssaksóknara í málinu. Niðurstaða Landsréttar er að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og leggur Landsréttur fyrir héraðsdóm að taka mál Gylfa til efnismeðferðar. Telur Landsréttur að héraðsdómur verði að fjalla um kröfu Gylfa m.a. á þeim grunni að dráttur hefur orðið á málsmeðferð í málinu.Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is