Eimskip: Upplýsingar varðandi afkomu þriðja ársfjórðungs

Í ljósi þess að afkomuspá félagsins fyrir árið 2020 hefur ekki verið endurvakin auk óvissu á mörkuðum þykir félaginu rétt að upplýsa að samkvæmt stjórnendauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung 2020, sem lá fyrir fyrr í dag, lítur út fyrir að EBITDA verði á bilinu 21,5 til 22,0 milljónir evra samanborið við 20,3 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs. Þá má gera ráð fyrir að EBIT muni liggja á bilinu 10,1 til 10,6 milljónir evra samanborið við 9,2 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs.Flutningsmagn í áætlunarsiglingum jókst lítillega samanborið við sama ársfjórðung síðasta árs eftir samdrátt á fyrstu tveimur fjórðungum þessa árs. Þá var magn í frystiflutningsmiðlun á pari við sama fjórðung síðasta árs.Áhrif COVID-19 faraldursins á alþjóðahagkerfið eru áfram óljós fyrir komandi mánuði. Eimskip vinnur að uppgjöri þriðja ársfjórðungs og afkoman getur tekið breytingum í uppgjörsferlinu. Félagið birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða fimmtudaginn 19. nóvember.Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is.