Eimskip birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2019

Kynningarfundur 22. nóvember 2019
Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2019 eftir lokun markaða fimmtudaginn 21. nóvember 2019.Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri mun kynna uppgjör fjórðungsins.
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 22. nóvember 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2 í Reykjavík og hefst kl. 8:30. Boðið verður uppá morgunverð frá kl. 8:15.
Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á fjárfestasíðu félagsins www.eimskip.com/investors.Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir,  markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is.