Eimskip: Afkoma af rekstri fyrstu níu mánuði ársins í samræmi við væntingar

Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs 2019
Tekjur námu 172,5 milljónum evra og lækkuðu um 9,6 milljónir evra eða 5,3% frá sama ársfjórðungi 2018Magn í áætlunarsiglingum minnkaði um 5,1% vegna minni innflutnings til Íslands og minni útflutnings í júlí og ágúst frá Íslandi og Færeyjum. Á móti kemur að vöxtur í Trans-Atlantic flutningum var sterkur.Magn í flutningsmiðlun minnkaði um 10,3% en engu að síður jókst afkoma af flutningsmiðlun miðað við fyrra ár vegna aukinnar framlegðar, samþættingar og skipulagsbreytinga.Launakostnaður lækkar á milli tímabila um 5,3% og annar rekstrarkostnaður lækkaði um 6,0% án áhrifa IFRS 16.EBITDA nam 22,7 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi 2019 eða 17,7 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) samanborið við 17,6 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs.EBITDA á ársfjórðungnum var í samræmi við væntingar.Hagnaður á ársfjórðungnum nam 7,1 milljón evra samanborið við 6,3 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs og nam hækkunin um 0,8 milljónum evra.Handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins (án áhrifa IFRS16) minnkaði og nam -1,7 milljónum evra samanborið við 10,6 milljónir í lok sama ársfjórðungs 2018, aðallega vegna árstíðabundinna breytinga veltufjár.Helstu atriði í afkomu fyrstu níu mánaða ársinsTekjur námu 504,0 milljónum evra og lækkuðu um 6,3 milljónir evra eða 1,2% frá sama tímabili 2018.Tekjur lækkuðu meðal annars vegna lægra flutningsmagns í gámasiglingum og lægri verða á alþjóðlegum flutningamörkuðumEBITDA nam 56,7 milljónum evra eða 41,4 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) samanborið við 39,8 milljónir evra fyrir sama tímabil á síðasta ári sem er aukning um 4,1%.Hagnaður tímabilsins nam 7,2 milljónum evra samanborið við 9,3 milljónir evra fyrir sama tímabil 2018.Einskiptis skattaleg áhrif að fjárhæð 3,4 milljónir evra hafa neikvæð áhrif á afkomu tímabilsins. Án þessa einskiptisliðar væri hagnaður 10,6 milljónir evra eða 1,3 milljónum evra hærri hagnaður en fyrir sama tímabil síðasta árs.Fjárfestingar tímabilsins námu 32,7 milljónum evra samanborið við 34,2 milljónir evra fyrstu níu mánuði ársins 2018. Fjárfestingum að fjárhæð 36 milljónir evra sem voru á áætlun ársins 2019 var frestað til ársins 2020, einkum vegna seinkunar á afhendingu tveggja nýrra skipa.Handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins (án áhrifa IFRS 16) jókst og nam 26,7 milljónum evra samanborið við 20,7 milljónir evra fyrir sama tímabil 2018.Eigið fé nam 237,1 milljón evra í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfallið nam 45,1%. Eiginfjárhlutfallið var 48,0% (án áhrifa IFRS 16), en til samanburðar var eiginfjárhlutfallið 49,1% í árslok 2018.Arður að fjárhæð 4,7 milljónir evra var greiddur á öðrum ársfjórðungi og endurkaupa áætlun var virkjuð og henni lokið á þriðja ársfjórðungi. Félagið keypti hlutabréf að fjárhæð 3,6 milljónir evra að markaðsvirði.Skuldsetningarhlutfall var 2,6 í lok þriðja ársfjórðungs 2019, samanborið við 2,80 í lok árs 2018 sem er jákvæð þróun á milli tímabila.Framtíðar fjármagnsskipan félagsins og þriggja ára áætlun fyrir viðhaldsfjárfestingar kynnt.Afkomuspá Eimskips fyrir árið 2019 er þrengd niður á bilið EBITDA 52-55 milljónir evra.VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI“Ég er heilt yfir sáttur við afkomu Eimskips á þriðja ársfjórðungi og fyrstu níu mánuðum ársins sem eru í samræmi við væntingar, þrátt fyrir minni innflutning til Íslands. Ég er ánægður að sjá EBITDA og hagnað af flutningsmiðlunarstarfseminni aukast milli ára þrátt fyrir að magn hafi dregist saman vegna aflagðrar starfsemi og spennu í alþjóðaviðskiptum.Afkoma af alþjóðlegri starfsemi félagins var í samræmi við væntingar. Starfsemin okkar í Noregi hélt áfram að bæta afkomu sína í kjölfar ýmissa hagræðingaraðgerða fyrr á árinu og Trans-Atlantic flutningar hafa vaxið um tveggja stafa tölur á árinu 2019 sem hefur haft jákvæð áhrif t.d. á starfsemi okkar í Norður Ameríku. Á þriðja ársfjórðungi var tekin ákvörðun um að loka skrifstofu Eimskips í Belgíu og sameina hluta af starfseminni við skrifstofu Eimskips í Rotterdam. Þessi aðgerð leiðir af sér fækkun um 11 starfsmenn. Einskiptisgreiðsla fellur til vegna þessa á fjórða ársfjórðungi 2019, en áætlað er að breytingarnar leiði til lækkunar rekstrarkostnaðar um 0,3-0,4 milljónir evra á ársgrundvelli þegar til framtíðar er litið. Skrifstofu okkar í Murmansk var lokað á þriðja ársfjórðungi og ábyrgð á þjónustu við svæðið var færð til Sortland í Noregi. Að auki höfum við sameinað nokkrar aðrar skrifstofur á árinu 2019. Þetta er í samræmi við vegferð félagsins um aukna samþættingu og áherslu á kjarnastarfsemi.Minni innflutningur til Íslands vegna kólnunar íslenska hagkerfisins hefur áfram áhrif á afkomu í gámasiglingum. Útflutningur drógst saman yfir sumartímann, bæði frá Íslandi og Færeyjum, en jókst síðan í síðari hluta ágústmánaðar. Þegar á heildina er litið hefur magn til og frá Færeyjum verið í samræmi við áætlanir það sem af er ári.Mér finnst ánægjulegt að sjá góðan árangur á Innanlandssviði á Íslandi þrátt fyrir minna magn í innflutningi og krefjandi umhverfi.Samþættingar og skipulagsbreytingar eru að skila sér í hagræðingu sem sést t.d. bæði í lægri kostnaði stjórnunareininga og í starfseminni almennt. Launakostnaður lækkaði um 4,7 milljónir evra samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2018, en þar af eru 3,4 milljónir evra vegna samþættingarverkefna. Starfsmönnum hefur fækkað um 55 á árinu og eru nú 1750 talsins.Nýtt gámasiglingakerfi var kynnt í október. Með einfaldara siglingakerfi og stærri skipum munum við geta bætt þjónustu og áreiðanleika siglingakerfisins ásamt því að lækka fastan rekstrarkostnað. Markmiðið um lækkun rekstrarkostnaðar með nýju siglingakerfi, þar með talið með samstarfinu við Royal Arctic Line, er á bilinu 7-9 milljónir evra á ársgrundvelli.Eins og áður hefur verið tilkynnt um kom upp bilun í Brúarfossi, annarri nýsmíðinni, þegar ásrafall skemmdist í prufusiglingu. Af því leiðir að upphaf samstarfsins við Royal Arctic Line mun frestast frekar og er gert ráð fyrir að það hefjist á öðrum ársfjórðungi 2020. Við búumst við því að fá Dettifoss afhentan á fyrsta ársfjórðungi og Brúarfoss á þriðja ársfjórðungi 2020. Félagið á í samningaviðræðum við skipasmíðastöðina í Kína varðandi næstu skref og tafabætur vegna seinkunar á afhendingu.Að lokum má nefna að við kynnum nú markmið um framtíðar fjármagnsskipan félagsins og þriggja ára fjárfestingaáætlun. Okkar markmið er að viðhalda eiginfjárhlutfalli nálægt 40% og hóflegu skuldsetningarhlutfalli sem væri 2-3 sinnum nettó vaxtaberandi skuldir á móti EBITDA. Markmiðið með þessu er að auka gagnsæi og fyrirsjáanleika og þar með auka þjónustu við fjárfesta og greinendur á markaði.”FREKARI UPPLÝSINGAREgill Örn Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sími: 525 7202Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri, sími: 825 3399, netfang: investors@eimskip.is
ViðhengiEimskip – Árshlutauppgjör fyrir Q3 2019 íslenskaEimskip – Financial Statements Q3 2019Eimskip – Investor presentation for Q3 2019

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.