Eik fasteignafélag hf.: Útboð skuldabréfa 5. mars 2021

Eik fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum föstudaginn 5. mars næstkomandi. Boðinn verður til sölu nýr skuldabréfaflokkur EIK 100327.
Skuldabréfaflokkurinn verður með lokagjalddaga þann 10. mars 2027 og greiðast vextir og afborganir tvisvar sinnum á ári, þann 10. mars og 10. september ár hvert. Afborganir fylgja 30 ára jafngreiðsluferli (annuity) fram til lokagjalddaga þegar allar eftirstöðvar höfuðstóls greiðast upp. Þá mun flokkurinn deila veðsafni með þegar útgefnum skuldabréfaflokkum félagsins, EIK 100346, EIK 161047, EIK 050726, EIK 050749 og EIK 23 1, og lánum frá fjármálastofnunum.Heildarstærð skuldabréfaflokksins verður að hámarki 3.000 milljónir króna og munu nafnvextir hans ráðast af niðurstöðu útboðsins, sem verður með hollensku fyrirkomulagi, þ.e. að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið. Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 10. mars næstkomandi og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland.Íslandsbanki hefur umsjón með sölu skuldabréfanna.Tilboðum skal skilað fyrir klukkan 16:00 á útboðsdegi, þann 5. mars 2021, til verðbréfamiðlunar Íslandsbanka á netfangið vbm@isb.is. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.Nánari upplýsingar veitir:Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980