Eik fasteignafélag hf.: Stjórnendauppgjör 2020 og fjárhagsáætlun 2021

Samkvæmt stjórnendauppgjöri nam EBITDA ársins 5.038 m.kr. og eru niðurstöðurnar í takt við uppfærðar horfur félagsins sem birtar voru í kauphöll í júní 2020.Helstu niðurstöður eru:Rekstrartekjur námu 8.345 m.kr.Leigutekjur námu 7.562 m.kr. og jukust um 2% milli áraRekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað fjárfestingareigna og afskriftir nam 5.038 m.kr.Matsbreyting fjárfestingareigna nam 594 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.858 m.kr.Bókfært virði fasteigna nam 100.316 m.kr.Vaxtaberandi skuldir námu 62.001 m.kr.Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,15%Vegnir óverðtryggðir vextir námu 2,91%Eiginfjárhlutfall nam 31,3% í lok ársVirðisútleiguhlutfall nam 92,0% í lok ársFjárhagsáætlun 2021:Vegna áframhaldandi óvissu um áhrif COVID-19 á rekstur félagsins birtir félagið spá um EBITDA fyrir árið 2021 í stað spár um tekjur og gjöld. Jafnframt heldur félagið áfram með 3% spábil líkt og þegar félagið uppfærði horfur í júní 2020.Félagið spáir því að EBITDA félagsins verði á bilinu 5.050 – 5.350 m.kr. á árinu 2021 miðað við 2,5% jafna verðbólgu yfir árið, en 4.975 – 5.275 m.kr. á föstu verðlagi.Í meðfylgjandi kynningu eru ítarlegri upplýsingar um stjórnendauppgjör og forsendur fjárhagsáætlunar.Nánari upplýsingar veita:Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980Viðhengi21.02.11 Stjórnendauppgjör 2020 og áætlun 2021