Eik fasteignafélag hf.: Ársreikningur Eikar fasteignafélags hf. 2020

Rekstrartekjur ársins námu 8.345 m.kr.Leigutekjur ársins námu 7.562 m.kr. samanborið við 7.393 m.kr. árið 2019.Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 5.038 m.kr.Heildarhagnaður ársins nam 693 m.kr.Matsbreyting fjárfestingareigna nam 594 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.858 m.kr. á árinu.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 98.404 m.kr.Eignir til eigin nota námu 3.789 m.kr.Vaxtaberandi skuldir námu 62.001 m.kr. í árslok.Heildareignir námu 106.050 m.kr.Eiginfjárhlutfall nam 31,3%.Hagnaður á hlut var 0,25 kr.Virðisútleiguhlutfall var 92,0% í lok árs.Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,15% í árslok.Vegnir óverðtryggðir vextir námu 2,91% í árslok.Stjórn leggur til að greiddur verði út 650 m.kr. arður, 0,19 kr. á hlut.Ársreikningur Eikar fasteignafélags var samþykktur af stjórn félagsins 2. mars 2021.Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri:„Árið 2020 var krefjandi ár. Faraldurinn setti svip sinn á rekstur og starfsemi félagsins. Félagið hefur kappkostað frá upphafi hans að veita þeim leigutökum aðstoð sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af faraldrinum, fyrst og fremst með sveigjanleika á greiðslum. Ráðist var í markaðsherferð í samstarfi við leigutaka félagsins með veitingastarfsemi og Hótel 1919 ásamt því að Deloitte var ráðið til aðstoðar fyrir leigutaka og sem ráðgjafi fyrir félagið.Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir var 5.038 m.kr. og heildarhagnaður félagsins var 693 m.kr. EBITDA ársins var í takt við uppfærða áætlun stjórnenda sem birt var í júní 2020.Félagið tók ný lán og gaf út skuldabréf fyrir rúmlega 21 milljarð króna á árinu. Vaxtakjör félagsins hafa aldrei verið betri en í árslok voru vegnir verðtryggðir vextir 3,15% og vegnir óverðtryggðir vextir 2,91%. Meðalkjör verðtryggðra kjara lækkuðu um 0,5% á árinu á meðan óverðtryggð breytileg kjör lækkuðu um 1,5%. Þá er staða félagsins gagnvart lánaskilmálum áfram sterk við árslok.“Félagið hefur gefið út ársskýrslu félagsins, sem hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um félagið og rekstur þess á árinu 2020 ásamt ársreikningi. Skýrslan er meðfylgjandi þessari tilkynningu og hana má einnig finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is. Staðfesting endurskoðanda á útreikningum útgefanda EIK 15 1 á skilmálum skuldabréfaflokksins fylgir einnig tilkynningu þessari. Samkvæmt staðfestingu endurskoðanda stóðust allir skilmálar skuldabréfaflokksins EIK 15 1 miðað við dagsetninguna 31.12.2020Ársreikningur Eikar fasteignafélags hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, KPMG ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralaust.Tillaga um arðgreiðsluFélagið stefnir að því að greiða út til hluthafa um 35% af handbæru fé frá rekstri hvers árs í annaðhvort arð eða með kaupum á eigin bréfum. Í samræmi við arðgreiðslustefnuna leggur stjórn félagsins til við aðalfund, sem haldinn verður 25. mars nk., að greiddur verði arður að fjárhæð 650 m.kr. til hluthafa vegna rekstrarársins 2020.Áhrif COVID-19 á rekstur félagsinsÁhrif COVID-19 á rekstrarreikning félagsins má fyrst og fremst sjá í virðisrýrnun viðskiptakrafna, taprekstri á Hótel 1919 og samdrætti í útleigu. Félagið áætlar að faraldurinn hafi haft liðlega 655 m.kr. neikvæð áhrif á EBITDA félagsins á árinu 2020. Virðisrýrnun viðskiptakrafna var 375 m.kr. umfram upphaflega áætlun, afkoma Hótel 1919 var 230 m.kr. lakari en upphafleg áætlun og samdráttur í útleigu var um 50 m.kr.HorfurFélagið hefur gefið út ítarlega fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 sem finna má í meðfylgjandi ársskýrslu félagsins og á heimasíðu þess, www.eik.is.Samkvæmt útgefinni fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 mun EBITDA ársins verða á bilinu 5.050-5.350 m.kr. m.v. 2,5% jafna verðbólgu en 4.975-5.275 m.kr. á föstu verðlagi.Félagið gerir ráð fyrir að áhrif COVID-19 á EBITDA ársins 2021 verði á bilinu 450 – 550 m.kr.Uppgreiðsla á EIK 15 1Félagið tilkynnti um uppgreiðslu á skuldabréfaflokknum EIK 15 1 þann 23. febrúar sl. Uppgreiðslan hefur verið tryggð að fullu með óverðtryggðu láni frá fjármálastofnun.Sameining dótturfélagaDótturfélag Eikar fasteignafélags, EF1 hf., hefur verið sameinað félaginu. Þá hefur LF2 ehf., dótturfélag Landfesta ehf., verið sameinað öðru dótturfélagi Landfesta ehf., LF1 ehf. Samrunarnir miðuðust við 1. janúar 2020.Eignasafn félagsinsFasteignirnar innan samstæðunnar eru 110 talsins og telja rúmlega 312 þúsund útleigufermetra í 600 leigueiningum og eru leigutakarnir á fimmta hundrað. Helstu fasteignir félagsins eru Borgartún 21 og 26, Suðurlandsbraut 8 og 10, Mýrargata 2-16, Pósthússtræti 2, Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær), Grjótháls 1-3 og Austurstræti 5, 6, 7 og 17 í Reykjavík, Smáratorg 1 og 3 í Kópavogi og Glerártorg á Akureyri.Stærsti eignaflokkur félagsins er skrifstofuhúsnæði sem er 46% af virði alls fasteignasafnsins. Annar stærsti eignaflokkurinn er verslunarhúsnæði, eða 24% safnsins. Þriðji stærsti eignarflokkurinn er lager, eða 13% safnsins. Hótel eru 9% safnsins, heilsutengt húsnæði 5% og veitinga- og skemmtistaðir 3%.Félagið keypti Skeifuna 9 á árinu, en eignin er við hlið Skeifunnar 7, annarrar eignar félagsins og eru eignirnar á sama byggingarreit samkvæmt nýlegu deiliskipulagi Reykjavíkurborgar. Með kaupunum gefst félaginu tækifæri til að ráðast í deiliskipulagsvinnu fyrir reitinn og þróa hann í kjölfarið. Félagið bindur vonir við möguleika til nýtingar á þessum reit í náinni framtíð. Félagið flokkar Skeifuna 9 sem þróunareign. Þá seldi félagið fasteign sína við Járnháls 2.Rafrænn kynningarfundurRafrænn kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 3. mars 2021 klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.Skráning á fundinn fer fram hér: https://origo.zoom.us/webinar/register/WN_0Ac3rRosTRqzQTuC3eOE_QEftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.Fjárhagsdagatal 2021Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:Aðalfundur 25. mars 2021
Árshlutauppgjör 1. ársfjórðungs 2021 29. apríl 2021
Árshlutauppgjör 2. ársfjórðungs 2021 25. ágúst 2021
Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2021 28. október 2021
Stjórnendauppgjör 2021 og áætlun 2022 11. febrúar 2022
Ársuppgjör 2021 3. mars 2022Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.Meðfylgjandi er ársskýrsla 2020 sem inniheldur ársreikning 2020. Samfélagsskýrsla félagsins er aðgengileg á heimasíðu þess.Nánari upplýsingar veita:
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980ViðhengiStaðfesting á skilyrðum EIK 15 1 2020Eik fasteignafélag – Ársskýrsla 2020