Samkeppniseftirlitið boðaði í ákvörðun sinni varðandi kaup félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. sem var tilkynnt Brim hf. í kvöld að það myndi hefja sjálfstæða rannsókn á því hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf., sem að mati Samkeppniseftirlitsins voru til þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga. Í þessu máli yrði tekin afstaða til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni af hálfu aðila í andstöðu við 3. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga.