Skip to main content

Brim fjárfestir á Grænlandi

Brim fjárfestir á GrænlandiStjórn Brims hf. ákvað á fundi sínum í dag að fjárfesta í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries ApS (APF). Ákvörðunin er tekin í framhaldi af stofnun dótturfélags Brims í Grænlandi, sem greint var frá fyrr á þessu ári og viðræðum við APF sem tilkynnt var um sl. haust. Niðurstaðan er að Brim eignast hlut í APF, kemur að fjármögnun þess og selur því nýsmíðaðan frystitogara, Ililiveq, sem afhentur var frá Astilleros Gijon skipasmíðastöðinni á Spáni í maí s.l. Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa.Markmið fjárfestingar Brims er að breikka grundvöll starfsemi Brims, efla samstarf við Arctic Prime Fisheries á Suður-Grænlandi um veiðar, þróun á hátæknivinnslu og nýta verðmæta reynslu Brims á sviði umhverfismála og samfélagslegrar ábyrgðar. Stjórnendur Brims telja mikil tækifæri falin í þróun samskipta og samstarfs Íslendinga og Grænlendinga, til þess að efla sjálfbæra og ábyrga nýtingu sjávarauðlinda landanna tveggja, en margar fisktegundir til dæmis loðna, þorskur, karfi og makríll eru sameiginlegar í hafinu á milli Íslands og Grænlands.APF er sjávarútvegsfyrirtæki, stofnað árið 2006, og stundar bæði veiðar og vinnslu á Suður- og Austur-Grænlandi. Aflaheimildir félagsins eru umtalsverðar eða um 10.000 tonn af botnfiski, mest í þorski, en einnig í karfa og grálúðu og um 18.000 tonn af uppsjávarfiski, mest í makríl, en einnig í síld. Fram til þessa hefur fyrirtækið gert út einn frystitogara og eitt línuskip, sem og starfrækt fjórar fiskvinnslur í bæjunum Qaqortoq, Narsaq og Nanortalik á Suður-Grænlandi og Kuummiut á Austur-Grænlandi.APF er eina fyrirtækið sem stundar landvinnslu sjávarafurða á austurströnd Grænlands. Ársverk hjá fyrirtækinu eru um 165, en félagið er einn stærsti atvinnuveitandi á Suður-Grænlandi í einkaeigu. Á árinu 2019 lönduðu 214 smábátasjómenn hjá fyrirtækinu sjávarfangi og hefur þeim fjölgað verulega á undanförnum árum. Alls eru í viðskiptum við félagið rúmlega 130 smábátasjómenn frá bæjunum þremur á Suður-Grænlandi og rúmlega 80 smábátasjómenn í Kuummiut á Austur-Grænlandi, en APF er eina fyrirtækið sem kaupir fisk af smábátasjómönnum á austurströnd Grænlands.APF er í meirihlutaeigu grænlenskra aðila, Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem á 16,5% og hefur verið hluthafi í félaginu frá árinu 2013 og Brims, sem eftir viðskiptin mun eiga 16,5% hlut í félaginu.„Við teljum það hagstætt og til þess fallið að auka verðmæti Brims, að taka þátt í því, ásamt Grænlendingum, að nýta þau tækifæri sem felast í þróun sjávarútvegs á Suður- og Austur-Grænlandi. Sú þekking og reynsla sem starfsfólk Brims og Arctic Prime Fisheries búa yfir er vel til þess fallin að auka og efla samstarf þessara nágranna- og vinaþjóða á sviði sjávarútvegs.” segir Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims.Frekari upplýsingar gefur Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims í síma 5501000ViðhengiFréttatilkynning_Brim

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.