Breytingar á Íbúðalánasjóði og niðurfelling viðskiptavaktar og samnings um lánshæfismat

Með samþykkt laga 137/2019 um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og laga um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs (sem samþykkt var á Alþingi 17. desember 2019, sjá nánar þingskjal 381/2019) er staðfest breyting á starfsemi ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs) þannig að sjóðurinn verði ekki lengur virk fjármálastofnun, veiti ekki ný lán og gefi ekki út frekari markaðsskuldabréf. Forræði ÍL-sjóðs og ábyrgð á úrvinnslu eigna og skulda sjóðsins, flyst frá og með 31. desember 2019 til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Önnur starfsemi Íbúðalánasjóðs flyst til nýrrar stofnunar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) frá og með sama tíma.
Gerður verður þjónustusamningur við HMS um umsjón og innheimtu þeirra útlána sem tilheyra ÍL-sjóði. Þeir starfsmenn Íbúðalánasjóðs sem hafa sinnt markaðsverðbréfum sjóðsins munu áfram annast um daglega umsýslu í tengslum við þessi bréf. Nýtt símanúmer ÍL-sjóðs verður 534 8050.
Á fundi sínum í dag ákvað stjórn Íbúðalánasjóðs að segja upp samningi um viðskiptavakt með markaðsverðbréf Íbúðalánasjóðs og jafnframt samningi um lánshæfismat. Mun viðskiptavaktin og lánshæfismatið falla niður frá og með 31. desember 2019. Byggir sú ákvörðun á fyrrgreindum breytingum í starfsemi sjóðsins og því að markaður með íbúðabréf hefur síðustu ár verið mjög óvirkur, meðal annars vegna samþjappaðs eignarhalds.

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.