Skip to main content

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021 verður tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs og jákvæða rekstrarafkomu, þrátt fyrir mun þyngri lífeyrisskuldbindinga í A-hluta vegna nýrra reiknireglna um lífslíkur sjóðsfélaga, sem samþykktar voru 22. desember sl. um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna á rekstrargjöld. Hækkunin á skuldbindingunni nam samtals 597 m.kr., en í fjárhagsáætlun 2021 var gert ráð fyrir um 300 m.kr. Nýjar reiknireglur fjármálaráðuneytisins höfðu því 297 m.kr. ófyrirséð áhrif á rekstrarafkomu bæjarins. Hefur þessi breyting reiknareglnanna gríðarlega mikil áhrif á afkomu sveitarfélaga almennt. Rekstrarafkoma A-hluta var jákvæð um 137 m.kr., sem skýrist meðal annars af 150 milljóna króna hlutafé í Herjólfi ohf. sem færa þurfti niður í fyrri ársreikningum, var fært upp í ár. Staða bæjarsjóðs er sterk hvort heldur litið er til reksturs, eigna eða skulda og fjármálastjórnun er fagleg og vel ígrunduð.

Árið 2021 námu heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar 7.525 m.kr. og rekstrargjöld 6.826. m.kr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam því 699 m.kr. Rekstrarafkoma sveitarfélagsins var jákvæð um tæpar 394 m.kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins, en hjá A-hlutanum var rekstrarafkoman jákvæð um rúmar 137 m.kr. Afkoman er töluvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2021.

Það eru nokkur atriði sem vert er að draga fram og skýra afkomu Vestmannaeyjabæjar: Tekjur bæjarsjóðs vegna útsvars og fasteignaskatta er um 278 m.kr. hærri en áætlaðar voru í fjárhagsáætlun 2021. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru um 71 m.kr. hærri og aðrar tekjur samstæðu eru 620 m.kr. hærri. Á móti kemur að launakostnaður er 316 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Ástæður þessa eru fyrst og fremst þríþættar. Í fyrsta lagi er ekki áætlað fyrir veikindalaunum. Í öðru lagi var töluvert um afleysingar vegna samkomutakmarkana, sem höfðu m.a. áhrif á stórar stofnanir bæjarins og í þriðja lagi almennar launahækkanir skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Lífeyrisskuldbindingin var um 297,6 m.kr. umfram áætlun, eins og fram kemur að ofan og annar rekstrarkostnaður er um 106 m.kr. lægri en gert var ráð fyrir. Rekstrarafkoma Herjólfs ohf. hefur töluverð áhrif á samstæðureikning sveitarfélagsins, en rekstrarafkoma félagsins nam tæpum 262 m.kr.

Áhrifa Covid 19 gætir ennþá á starfsemi bæjarfélagsins, líkt og hjá öðrum sveitarfélögum, þó kostnaður sé minni en á fyrra ári.

Hjá A-hluta var veltufé frá rekstri 624,7 m.kr. og hjá samstæðu Vestmannaeyjabæjar var veltufé frá rekstri 1.166 m.kr. Hlutfall veltufjár frá rekstri nemur 15,5% af heildartekjum samstæðunnar.

Markvisst hefur verið unnið að því síðustu ár að greiða niður skuldir bæjarsjóðs og er skuldastaða Vestmannaeyjabæjar við lánastofnanir mjög góð. Í lok árs 2021 voru vaxtaberandi skuldir samstæðunnar með næsta árs afborgunum 253 m.kr. og fyrir A-hlutann 64 m.kr. Aðalsjóður mun verða skuldlaus árið 2024 og Vestmannaeyjahöfn er þegar orðin skuldlaus. Frá og með árinu 2025 munu einu langtímaskuldir sveitarfélagsins liggja í félagslega íbúðakerfinu og stærsti hluti þeirra skulda ber aðeins 1% vexti.

Skuldaviðmið skv. reglugerð þar um, er 13,1% hjá A-hluta, en 14,3% hjá samstæðunni. Skuldahlutfallið hjá A-hlutanum lækkar á milli ára úr 127,9% niður í 121,2% og hjá samstæðunni fer skuldahlutfallið úr 83,2% niður í 79,4%.  Hámarks skuldahlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er 150%.

Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu tæpum 15,821 m.kr. í árslok 2021. Þar af stóð handbært fé og skammtímafjárfesting í tæpum 2.583 m.kr. Allar fjárfestingar bæjarins á árinu eru fjármagnaðar með handbæru fé og námu fjárfestingar samstæðu Vestmannaeyjabæjar tæpri 1.265 m.kr. á árinu 2021.

Allar kennitölur í rekstri sýna góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall A-hlutans er 2,35 og eiginfjárhlutfallið er 55,5%. Veltufjárhlutfall samstæðunnar er 3,71 og eiginfjárhlutfall 62,2%.

Styrkleikar sveitarfélagsins koma vel fram í rekstrarafkomu ársins 2021. Fjármálastjórnun bæjarins er fagleg og vel ígrunduð. Til að mynda eru tekjur alla jafna varlega áætlaðar og gjöld eru nokkuð nærri fjárhagsáætlun ársins. Þrátt fyrir góðan tekjugrunn Vestmannaeyjabæjar, sem hefur m.a. samanstaðið af; a) sterkum sjávarútvegi og tengdum greinum; b) ferðaþjónustu sem á nú undir högg að sækja vegna heimsfaraldursins og; c) mikilli atvinnuþátttöku almennt, þarf áfram að sýna aðgát og skynsemi við ráðstöfun skattfjár Vestmannaeyinga, sérstaklega um þessar mundir. Rekstrarkostnaði verður áfram stillt í hóf og horft til rekstrarhagræðingar þar sem við á. Vandað verður til verks við fjárfestingar og framkvæmdir og m.a. horft til einkafjárfestingar, atvinnuhorfa og verkefnastöðu fyrirtækja við ákvarðanir um fjárfrekar framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar. Áfram verður unnið í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja um kynningu og markaðsátak í ferðaþjónustu og áhersla verður lögð á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi og fleiri spennandi tækifæri í nánustu framtíð. Sjávarútvegurinn er mikilvægur fyrir afkomu Vestmannaeyjabæjar og árið 2022 fór vel af stað með loðnuvertíð. Bundnar eru vonir við að afkoma sjávarútvegsins verði góð á þessu ári.

Vestmannaeyjum 7. apríl 2021.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Attachment

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.