Skip to main content

Árshlutareikningur Sláturfélag Suðurlands jan-jún 2025

Árshlutareikningur Sláturfélag Suðurlands jan. – jún. 2025

Reykjavík, 21. ágúst 2025.

Fréttatilkynning frá Sláturfélagi Suðurlands svf.

Afkoma á fyrri árshelmingi 2025

  • Tekjur á fyrri árshelmingi 10.131 m.kr. og hækka um 9,4% milli ára
  • 694 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 613 m.kr. hagnaður árið áður
  • EBITDA afkoma var 1.159 m.kr. en 1.103 m.kr. árið áður
  • Eigið fé 8.880 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 60%

Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélögum þess, Reykjagarði hf. og Hollt og gott ehf.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2025 var 694 m.kr. Á sama tímabili árið áður var 613 m.kr. hagnaður. Eigið fé Sláturfélagsins er 8.880 m.kr. í lok júní.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 10.131 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2025, en 9.262 m.kr. á sama tíma árið áður og hækka því um tæp 9,4%. Aðrar tekjur voru 88 m.kr. en 61 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 5.249 m.kr. en 4.779 m.kr. árið áður. Launakostnaður var 2.278 m.kr. og hækkaði um tæp 8,0%, annar rekstrarkostnaður var 1.531 m.kr. og hækkaði um tæp 15,1% og afskriftir voru 279 m.kr. og hækkuðu um rúm 1,2%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 881 m.kr., en 828 m.kr. árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 1.159 m.kr. en var 1.103 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 17 m.kr., en voru 68 m.kr., á sama tímabili í fyrra. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 9,6 m.kr. Reiknaður tekjuskattur nam 161 m.kr., en 147 m.kr. árið áður. Hagnaður af rekstri tímabilsins var 694 m.kr. en 613 m.kr. á sama tímabili árið áður.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 1.157 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2025, samanborið við 1.106 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2024. Heildareignir Sláturfélagsins 30. júní voru 14.696 m.kr. og eiginfjárhlutfall 60% en 56% árið áður. Veltufjárhlutfall var 2,8 í lok júní árið 2025, en 2,2 árið áður.

Fjárfest var í varanlegum rekstrarfjármunum á fyrri árshelmingi 2025 fyrir 412 m.kr. en 321 m.kr. á sama tímabili árið áður. Fjárfest var í fasteignum fyrir 85 m.kr. og vélbúnaði og bifreiðum fyrir 327 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2025 var greiddur 14,77% arður af B-deild stofnsjóðs alls 29,5 m.kr. og reiknaðir 14,77% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 64,0 m.kr.

Stjórn og forstjóri staðfestu árshlutareikning samstæðu Sláturfélagsins fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2025 með undirritun á stjórnarfundi í dag. Árshlutareikningur samstæðunnar er með könnunaráritun endurskoðenda.

Árshlutareikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Sláturfélags suðurlands svf.: www.ss.is

Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ. Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti. Ráðgert er að birta afkomu ársins 2025 þann 19. febrúar 2026.

Staða og horfur

Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er traust með 60% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,8. Langtímaskuldir í lok júní 2025 voru 1.997 m.kr. Næsta árs afborganir eru um 52 m.kr. en lán samstæðunnar eru til langs tíma með lága greiðslubyrði. Lausafjárstaða félagsins er einnig góð en handbært fé var í lok júní 2,4 milljarðar kr.

Afkoma Sláturfélagsins batnar milli ára um 80 m.kr. Velta samstæðunnar jókst á milli ára um 9,4% eða 869 m.kr. Jákvæð áhrif á veltu má fyrst og fremst rekja til aukningar í tekjum af sölu kjötvara ásamt góðri aukningu í heildsölu.

Nokkur óvissa er framundan sem getur haft neikvæð áhrif á rekstur samstæðunnar á seinni árshelmingi. Óvissa er um gengisþróun og aðstæður á erlendum mörkuðum vegna þess óstöðugleika sem þar ríkir.

Sala á kjöti hefur gengið vel á árinu og birgðastaða kindakjöts í upphafi sláturtíðar verður lægri en í fyrra. Innflutningur á kjöti hefur neikvæð áhrif á afkomu afurðafélaga og dregur úr framleiðslu innanlands. Áfram verður unnið að því að aðlaga rekstur samstæðunnar að breyttu rekstrarumhverfi, m.a. með því að leggja áherslu á sérstöðu og gæði innlendrar framleiðslu.

Staða lykilvörumerkja félagsins í matvælaiðnaði er sterk og ímynd félagsins góð á markaði sem rennir stoðum undir frekari uppbyggingu á markaðsstöðu á komandi árum. Aukin vélvæðing og öflug vöruþróun hefur styrkt grundvöll félagsins sem öflugs aðila á kjötmarkaði.

Búvöruhluti innflutningsdeildar hefur byggst upp á undanförnum árum og er að þjónusta bændur með allar helstu rekstrarvörur. Áfram verða nýtt tækifæri til frekari vaxtar. Fækkun afurðastöðva í landinu er jákvæð og bætir nýtingu þeirra sem eftir standa og leiðir þar með til lækkunar á kostnaði.

Fjárhagsdagatal

19. febrúar 2026    Ársuppgjör 2025
20. mars 2026        Aðalfundur vegna ársins 2025
20. ágúst 2026       Árshlutauppgjör jan-jún 2026
18. febrúar 2027    Ársuppgjör 2026
19. mars 2027        Aðalfundur vegna ársins 2026

Frekari upplýsingar veita:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Sveinn Rafn Eiðsson, fjármálastjóri í síma 575 6000 – sveinnrafn@ss.is        

Attachments

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.