Skip to main content

Arion banki: Aðgerðir vegna COVID-19 og fjárhagsleg staða

Eftirfarandi er yfirlit yfir áhrif útbreiðslu COVID-19 á stöðu og starfsemi Arion banka. Yfirlitið nær til aðgerða sem bankinn hefur gripið til að tryggja rekstrarsamfellu bankans með stuðning við viðskiptavini í huga, fjárhagsstöðu bankans og helstu úrræða sem kynnt hafa verið af íslenskum stjórnvöldum.Helstu aðgerðir til að tryggja daglegan rekstur bankansArion banki starfar í dag eftir viðbragðsáætlun með velferð viðskiptavina og starfsfólks í huga. Öryggisnefnd bankans fundar daglega.Til að forðast smit og hefta útbreiðslu COVID-19 hefur deildum og sviðum verið skipt upp í smærri einingar sem ekki mega ekki umgangast aðrar einingar bankans. Þar að auki vinna flestir starfsmenn bankans heima hjá sér. Starfsemi og þjónusta gengur vel og er án röskunar.Í útibúum bankans hefur verið lokað fyrir heimsóknir nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi. Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta aðrar þjónustuleiðir eins og þjónustuver, Arion appið og netbankann.
Áhrif heimsfaraldursins eru enn mjög óljós en fjárhagsleg staða Arion banka er mjög sterk
Eiginfjár- og lausafjárstaða samstæðu Arion banka er mjög sterk og er vel umfram kröfur eftirlitsaðilaReiknað bráðabirgða eiginfjárhlutfall er í dag 27,8% og reiknað hlutfall eiginfjárþáttar 1 er 22,9% og er þá tekið tilliti til eftirfarandi atriða sem skýra breytingar á hlutföllum frá árslokum 2019:Ekki er tekið tillit til fyrirsjáanlegrar arðgreiðslu að fjárhæð 10 milljarða krónaTekið er tillit til nýrrar skuldabréfaútgáfu í viðbótar eigin fjár þætti 1 sem var kláruð í febrúar 2020Tekið er tillit til nýrra eiginfjárreglna er varða lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem tóku gildi 1. janúar 2020.Samsvarandi vogunarhlutfall er 16,3%.Eiginfjárkröfur eftirlitsaðila hafa lækkað úr 20,3% í 18,4% vegna afnáms sveiflujöfnunaraukans. Samsvarandi eiginfjárviðmið bankans er 19,4%-20,4% þegar tekið er tillit til stjórnendaaukans.Lausafjárhlutfall bankans (LCR) hefur verið umfram 230% frá 15. mars 2020, sem er töluvert hærra en í árslok þegar hlutfallið var 188%. Lækkun Seðlabankans á sérstakri bindiskyldu hækkaði lausafé bankans. Fjármögnunarhlutfall bankans (NSFR) er sterkt (116%) og er vel yfir kröfum eftirlitsaðila.Engar verulegar afborgarnir langtímaskulda fyrr en í desember 2021. Ekki er þörf á alþjóðlegri fjármögnun á árinu 2020.Ákvörðun um arðgreiðslu hefur verið frestað um tvo mánuði að beiðni hluthafa og bankinn mun ekki fara í frekari kaup á eigin bréfum fyrr en óvissa vegna heimsfaraldursins hefur minnkað. Þessar ákvarðanir eru í samræmi við tilmæli Seðlabankans um að fjármálafyrirtæki endurskoði ákvarðanir um lækkun eiginfjár í ljósi óvissu í efnahagsumhverfinu.Bankinn væntir aukningar í niðurfærslu útlána ár árinu 2020 en erfitt er að leggja mat á umfang hennar á þessu stigi. Nokkrir þættir hafa þar áhrif, þ.á.m. umfang heimsfaraldursins og hversu lengi hann muni vara.Valitor hefur ákveðið að upplýsa um skuldbindingar sínar vegna ferðaþjónustu, sjá hér.Á þessum tímapunkti gerir bankinn ekki ráð fyrir að núverandi staða muni hafa áhrif á fjárhagsleg markmið samstæðunnar næstu 2-3 árin.Á aðalfundi Arion banka þann 17. mars fór Benedikt Gíslason bankastjóri ítarlega yfir lánasafn bankans, veðstöðu, hlutfall ferðaþjónustunnar í útlánaáhættu og þróun lánasafnsins undanfarin ár. Kynningu bankastjóra má finna hér.  Frekari upplýsingar um fjárhagsstöðu Arion banka má finna í ársreikningi bankans 2019, áhættuskýrslu bankans 2019 og árs- og samfélagsskýrslu bankans 2019. Helstu aðgerðir stjórnvaldaRíkisstjórn Íslands og Seðlabanki Íslands hafa kynnt fjölda aðgerða til að bregðast við áhrifum COVID-19. Þeirra á meðal eru:Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti í 1,75% sem er sögulega lágt.Seðlabankinn hefur aflétt 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%.Seðlabanki Íslands hefur minnkað bindiskyldu innlánsstofnana um helming, eða frá 2% í 1%Í undirbúningi er að ríkið veiti 50% ábyrgð á brúarlánum til fyrirtækja í rekstri sem þurfa viðbótarfyrirgreiðslu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Gert er ráð fyrir að heildar ábyrgð ríkisins gæti numið 35 milljörðum króna.Seðlabankinn mun hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði fyrir allt að 150 milljarða króna.Bankaskattur hefur verið lækkaður í 0,145% úr 0,318%.Samþykktur hefur verið tímabundinn réttur til at­vinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli, um allt að 75%, vegna sam­drátt­ar í starf­semi vinnu­veit­enda, svokölluð hlutastarfaleið. Þetta gerir vinnuveitendum kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólk í gegnum tímabundna erfiðleika.Starfsfólk í sóttkví fær greidd laun á meðan á sóttkví stendur.Samþykktur hefur verið sérstakur barnabótaauki.Einstaklingar geta tekið út séreignarsparnað.Útvíkkun á „Allir vinna“ átakinu.Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarvanda geta frestað þremur gjalddögum staðgreiðslu og tryggingargjalds á árinu 2020 fram til ársins 2021.Sjá einnig vef Stjórnarráðs Íslands.
Helstu úrræði fyrir viðskiptavini Arion banka
Einstaklingar:Bankinn vinnur með viðskiptavinum að finna lausnir á áskorunum sem myndast geta í núverandi aðstæðum. Dæmi um úrræði eru:Einstaklingar sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna COVID-19 býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að þrjá mánuði.Skammtíma neytendalán.Greiðsludreifing greiðslukorta.Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu bankans.Fyrirtæki:Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða geta fyrirtæki nú sótt um greiðslufrest á lánum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Í undirbúningi er að ríkið veiti 50% ábyrgð á brúarlánum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, til fyrirtækja sem þurfa viðbótarfyrirgreiðslu (sjá nánar í umfjöllun um aðgerðir stjórnvalda).Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu bankans.Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til Theodórs Friðbertssonar, forstöðumanns fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 856 6760 eða Haraldar Guðna Eiðssonar, forstöðumanns samskiptasviðs, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s 856 7108.Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik (MAR).     

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Important Notice for Investors:

The services and products offered by Goldalea Capital Ltd. are intended exclusively for professional market participants as defined by applicable laws and regulations. This typically includes institutional investors, qualified investors, and high-net-worth individuals who have sufficient knowledge, experience, resources, and independence to assess the risks of trading on their own.

No Investment Advice:

The information, analyses, and market data provided are for general information purposes only and do not constitute individual investment advice. They should not be construed as a basis for investment decisions and do not take into account the specific investment objectives, financial situation, or individual needs of any recipient.

High Risks:

Trading in financial instruments is associated with significant risks and may result in the complete loss of the invested capital. Goldalea Capital Ltd. accepts no liability for losses incurred as a result of the use of the information provided or the execution of transactions.

Sole Responsibility:

The decision to invest or not to invest is solely the responsibility of the investor. Investors should obtain comprehensive information about the risks involved before making any investment decision and, if necessary, seek independent advice.

No Guarantees:

Goldalea Capital Ltd. makes no warranties or representations as to the accuracy, completeness, or timeliness of the information provided. Markets are subject to constant change, and past performance is not a reliable indicator of future results.

Regional Restrictions:

The services offered by Goldalea Capital Ltd. may not be available to all persons or in all countries. It is the responsibility of the investor to ensure that they are authorized to use the services offered.

Please note: This disclaimer is for general information purposes only and does not replace individual legal or tax advice.