Aðalfundur Ísfélags hf. 2024 – Frambjóðendur til stjórnar, dagskrá og endanlegar tillögur.
Fundurinn er haldinn rafrænt og á Tangagötu 1 Vestmannaeyjum þann 17. apríl 2024 kl. 16:00.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem eru í kjöri á aðalfundinum 17. apríl 2024. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur allt að sjö menn í stjórn. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn.
Í kjöri til stjórnar eru:
- Einar Sigurðsson
- Guðbjörg Matthíasdóttir
- Gunnar Sigvaldason
- Steinunn H. Marteinsdóttir
- Sigríður Vala Halldórsdóttir
Engar breytingar eru á fyrirliggjandi tillögum fyrir fundinn eða áður birtri dagskrá. Tillögur eru meðfylgjandi.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig á
https://www.lumiconnect.com/meeting/isfelagagm2024
eigi síðar en kl. 16:00 þann 16. apríl 2024, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn þó mætt sé á fundinn á Tangagötu 1, þar sem atkvæðagreiðsla fundarins verður í kerfinu.
Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://isfelag.is/fjarfestar/
Attachments