ACF III slhf. – Birting lýsingar
ACF III slhf., kt. 580820-1150, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, Íslandi, hefur birt lýsingu sem samanstendur af verðbréfalýsingu dagsettri 29. nóvember 2023, útgefandalýsingu dagsettri 29. nóvember 2023 og samantekt (saman nefnt lýsingin). Lýsingin, sem staðfest hefur verið af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, er birt í tengslum við umsókn um töku skuldabréfaflokksins ACFIII 21 1 til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf.
Lýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu formi á vef Kviku eignastýringar hf., rekstraraðila ACF III slhf., www.kvikaeignastyring.is.
Nasdaq Iceland hf. hefur staðfest töku skuldabréfa í flokknum ACF III 21 1 að nafnverði 14.825.000.000 íslenskra króna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Fyrsti viðskiptadagur er þann 14. desember 2023. Sjá nánar tilkynningu frá Nasdaq Iceland hf., dags. 13. desember 2023.
Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu Kviku eignastýringar að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Attachments