Heimavellir hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun – LEIÐRÉTTING

Í 51. viku 2019 keyptu Heimavellir hf. 8.256.384 eigin hluti fyrir 9.324.714 kr. eins og hér segir:
Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem var hrint í framkvæmd 2. október 2019, sbr. tilkynningu til Kauphallar þann 1. október 2019 sem breytt var þann 6.11.2019 sbr. tilkynningu í Kauphöll þar um.
Heimavellir hf. hafa nú keypt samtals 81.207.276 hluti í félaginu sem samsvarar 24,06% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt núgildandi áætlun. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 94.337.147 krónum sem samsvarar 18,03% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Heimavellir hf. eiga nú samtals hluti, eða 0,72% af heildarhlutafé félagsins.
Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 337.541.932 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 523.189.995 króna. Endurkaupaáætlunin gildir að hámarki til 30. apríl 2020, nema skilyrði um hámarks kaup verði uppfyllt fyrir þann tíma eða aðalfundur félagsins sé haldinn fyrir þann tíma. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við hlutafélagalög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð nr. 630/2005. Nánari upplýsingar veitir:Arnar Gauti Reynisson – Framkvæmdastjóri, s:860-5300