Skeljungur hf.: Skeljungur hf. birtir samantekt úr áætlun P/F Magn, dótturfélag Skeljungs hf. í Færeyjum, fyrir árið 2021
Í kjölfar tilkynningar Skeljungs hf. þann 24. mars síðastliðinn, þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar Skeljungs hf. um að meta framtíðarkosti eignarhalds á P/F Magn, dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum, hafa áhugasamir fjárfestar sett sig í samband við fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka hf.
Í ljósi framangreinds og áhuga fjárfesta á P/F Magn hefur Skeljungur ákveðið að birta áætlun P/F Magn fyrir árið 2021, svo fjárfestar hafi aðgang að framangreindum upplýsingum á jafnræðisgrunni.
Hér að neðan má finna samantekt úr áætlun P/F Magn og P/F Demich í Færeyjum fyrir rekstrarárið 2021 með samanburði við árið 2020. Allar fjárhæðir eru í milljónum danskra króna og samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) eins og þær koma fram í samstæðureikningi Skeljungs:
Áætlun 2021 | Raun 2020 | |||||||
Magn | Demich | Aðlaganir | Samtals | Magn | Demich | Aðlaganir | Samtals | |
Framlegð | 133,2 | 27,2 | 160,4 | 139,4 | 48,6 | 188,0 | ||
EBITDA | 63,8 | 6,3 | 70,1 | 61,9 | 10,6 | 0,3 | 72,8 | |
EBIT | 51,0 | 4,9 | 55,9 | 49,8 | 9,1 | 58,9 | ||
Hagnaður | 37,8 | 3,2 | -0,1 | 40,9 | 37,8 | 7,2 | – 0,1 | 44,9 |
Heildartekjur P/F Magn vegna rekstrarársins 2020 námu 15.560 milljónum króna og heildartekjur samstæðunnar voru 41.203 milljónir króna. EBITDA P/F Magn á árinu 2020 nam 1.509 milljónum króna en EBITDA samstæðunnar nam 2.676 milljónum króna.
Gera má ráð fyrir frekari upplýsingum á næstunni.
Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is
www.skeljungur.is
https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/