Fréttatilkynning frá Eimskip
Vísað er til fréttatilkynninga frá 15. mars 2019 og 26. september 2019 varðandi niðurstöðu yfirskattanefndar sem ákveðið var að vísa til dómstóla, sbr. skýringu 26 í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020.
Í dag barst niðurstaða héraðsdóms í málinu en samkvæmt henni er kröfum félagsins um ómerkingu á úrskurði nefndarinnar hafnað.
Með vísan til áður birtra upplýsinga hefur þessi niðurstaða engin áhrif til gjalda eða greiðslu, annað en greiðslu málskostnaðar sem var úrskurðaður kr. 1 milljón.
Eimskip, sem rekstraraðili kaupskipa í alþjóðlegri samkeppni, er ósammála þessari niðurstöðu héraðsdóms og mun í framhaldinu meta hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is