Síminn hf. – Breytingar á hlutafé
Í samræmi við 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, um breytingu á hlutafé eða atkvæðisrétti útgefanda, tilkynnist hér með að heildarfjöldi hluta í Símanum hf. er í dag, 31. mars 2021, kr. 7.540.000.000 að nafnverði og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu. Félagið á 30.859.967 eigin hluti. Vísað er til tilkynningar frá félaginu um lækkun hlutafjár frá 18. mars 2021.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is.