Veðskuldabréfasjóður ÍV hs. – Birting ársreiknings 2020
Veðskuldabréfasjóður ÍV er sérhæfður hlutdeildarsjóður sem starfar skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Rekstaraaðili sjóðsins skv. sömu lögum eru ÍV sjóðir hf. og Íslensk verbréf hf. sinna hlutverki vörsluaðila.
Ársreikningur Veðskuldabréfasjóðs ÍV hs. er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Hagnaður varð á rekstri sjóðsins á árinu 2020 að fjárhæð 74,3 millj. kr. samanborið við 94,8m.kr árið 2019.
Hrein eign sjóðsins nam 1.253 millj. kr. og heildareignir 6.599 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Attachment
- 20210330 – Veðskuldabréfasjóður ÍV – VIVI – Ársreikningur 2020 – Signed