Orkuveita Reyjavíkur – Fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa 2021
Þann 25. janúar veitti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur heimild til fjármögnunar í formi skuldabréfaútgáfu, víxlaútgáfu eða bankaláns fyrir allt að 15,5 milljarða króna á árinu 2021.
Staða Orkuveitunnar er sterk um þessar mundir en sjóðsstaða nemur rúmum 25 milljörðum króna. Auk þess hefur félagið aðgang að samningsbundnum, innlendum lánalínum að fjárhæð 6 milljarða króna fram á næsta ár. Þá á OR eftir að draga á lánasamning við Norræna fjárfestingabankann að fjárhæð 48 milljónir Bandaríkjadala.
Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútgáfa á innlendum skuldabréfamarkaði verði á bilinu 7-9 milljarðar króna á árinu 2021.
Nánari upplýsingar veita:
Ingvar Stefánsson,framkvæmdastjóri Fjármála OR, sími: 516-6100, netfang: ingvar.stefansson@or.is
Matei Manolescu, markaðsviðskipti, Fossar markaðir, sími: 522 4008, netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com