Endanleg dagskrá og tillögur fyrir aðalfund Brims hf. 25. mars 2021

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. mars 2021 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.Gætt verður að gildandi fyrirvörum stjórnvalda um fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og sóttvarnir en jafnframt verður boðið uppá á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram með rafrænum hætti í gegnum Lumi AGM.Ekki eru breytingar á áður birtri dagskrá og tillögum.Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á vefsíðunni www.smartagm.com og eigi síðar en kl. 17.00 þann 24. mars, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.Fundurinn fer fram á íslensku og hefst klukkan 17:00.Dagskrá og tillögur stjórnar ásamt nánari upplýsingum má finna í meðfylgjandi viðhengi.ViðhengiBrim_adalfundur_2021_endanleg dagskra og tillögur