Eimskip: Dagskrá og tillögur aðalfundar 2021

Meðfylgjandi er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar til aðalfundar 2021, ásamt skýrslu Tilnefningarnefndar félagsins.Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. mars 2021 í fundarsalnum Gullteig á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.
Athygli hluthafa er vakin á því að tilhögun fundarhalda verður í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur á aðalfundardegi og ákvæði hlutafélagalaga um hluthafafundi. Ef breyta þarf tilhögun fundarhalda verður tilkynnt um það í fréttakerfi Nasdaq Iceland eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Nánari upplýsingar um tilhögun fundarins verða birtar í næstu viku.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins, www.eimskip.com/investorsViðhengiEIM_Aðalfundur 2021_LokatillögurEimskip – Nomination Committee – Report