Lánasjóður sveitarfélaga – Ársreikningur 2020

Vöxtur útlána 23% á árinu 2020Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 783,4 milljónum króna á árinu 2020 samanborið við 794,8 milljónir króna á árinu 2019.Heildareignir sjóðsins í lok ársins voru 143,6 milljarðar króna en voru 117,0 milljarðar í árslok 2019 sem er aukning um 23%. Heildarútlán sjóðsins námu 135,7 milljörðum króna í lok ársins samanborið við 110,6 milljarða í árslok 2019.Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu nam 31,9 milljörðum króna samanborið við 15,2 milljarða króna á árinu 2019.Eigið fé nam 19,1 milljörðum króna en var 18,3 milljarðar í árslok 2019. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 454% sem nú er reiknað með fullri mildun. Í árslok 2019 var hlutfallið 70% en hefði verið 392% samkvæmt núgildandi aðferð. Lánasjóðurinn tilkynnti til kauphallar Nasdaq þann 16. apríl 2020 að hann hefði ákveðið að nýta heimild til mildunar við eiginfjárútreikninga lána með veð í tekjum sveitarfélaga.Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2021 verði ekki greiddur út arður vegna afkomu 2020 til hluthafa til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.Framtíðarhorfur
Lánasjóður sveitarfélaga sér fram á áframhaldandi kröftuga eftirspurn eftir útlánum, bæði vegna COVID-19 faraldursins og ýmissa framkvæmda á vegum sveitarfélaga. Lánskjör hafa aldrei verið hagstæðari í sögu Lánasjóðsins enda er hlutverk hans að útvega lánsfjármagn á sem hagstæðustu kjörum til sveitarfélaga landsins. Lánasjóðurinn mun starfa í grundvallaratriðum svipað og undanfarin ár þar sem unnið hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að uppfylla meginhlutverk hans.Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.ViðhengiÁrsreikningur LS -2020 12 31LS – Afkomutilkynning vegna ársuppgjörs 2020