VÍS: Breyting í framkvæmdastjórn

Valgeir M. Baldursson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi hjá VÍS, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá félaginu, þar sem hann mun á næstunni taka við nýju starfi. Gert er ráð fyrir að Valgeir muni starfa áfram innan VÍS næstu vikurnar og dagsetning starfsloka ekki ákveðin.Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:„Ég þakka Valgeiri fyrir frábært starf í þágu VÍS og þátt hans í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Um leið og ég þakka honum fyrir samstarfið óska ég honum velfarnaðar í nýju starfi“.