Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar

Niðurstaða úr skuldabréfaútboði ReykjavíkurborgarReykjavíkurborg var með útboð í nýjum grænum skuldabréfaflokki, RVKNG 40 1, miðvikudaginn 9. desember 2020.Alls bárust tilboð í RVKNG 40 1 að nafnvirði ISK 4.445.000.000 á bilinu 3,99% – 4,75%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 3.820.000.000 á ávöxtunarkröfunni 4,50%. Um nýjan skuldabréfalokk er að ræða og er því heildarstærð flokksins nú ISK 3.820.000.000 að nafnvirði.Greiðslu og uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 15. desember.Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu.Nánari upplýsingar veita:Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is
Sími: 898-8272Gunnar S. Tryggvason
Markaðsviðskipti Landsbankans
Netfang: gunnar.s.tryggvason@landsbankinn.is
Sími: 410-6709