Lykill fjármögnun hf.: Niðurstaða víxlaútboðs 8. desember 2020

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið útboði á 6 og 12 mánaða víxlum í nýjum flokkum, LYKILL210615 og LYKILL211215.Alls bárust tilboð að nafnvirði 2.440 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.738m.kr.Í flokkinn LYKILL210615 bárust tilboð að nafnvirði 1.820 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.738 m.kr. á 1,65% flötum vöxtum.Í flokkinn LYKILL211215 bárust tilboð að nafnvirði 620 m.kr. Engum tilboðum var tekið í flokkinn.Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 15. desember 2020. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland þann sama dag.Markaðsviðskipti Arion banka höfðu umsjón með útgáfu og sölu víxlanna.Nánari upplýsingar veita:
Hrafn Steinarsson, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., hrafn.steinarsson@arionbanki.is; s: 444 6910
Arnar Geir Sæmundsson, Fjárfestingarsviði TM hf., arnargs@tm.is, s: 515 2000