Skeljungur hf.: Samkeppniseftirlitið heimilar kaup á Basko ehf.
Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag kaup Skeljungs á öllu hlutafé Basko ehf. Telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samrunans og er hann heimilaður án allra skilyrða.
Að öðru leyti er vísað til tilkynningar Skeljungs um kaupin þann 17. september 2019.Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is.Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.www.skeljungur.ishttps://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/