Hagnaður Haga á 2F jókst um 25% milli ára

Uppgjör Haga hf. á 2. ársfjórðungi 2020/21Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2020/21 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 29. október 2020. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2020 til 31. ágúst 2020. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.Helstu lykiltölurVörusala 2F nam 30.924 millj. kr. (2019/20: 30.914 millj. kr.). Vörusala 1H nam 59.165 millj. kr. (2019/20: 59.504 millj. kr.).Framlegðarhlutfall 2F var 23,5% (2019/20: 21,6%). Framlegðarhlutfall 1H var 22,1% (2019/20: 22,0%).Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 2F nam 3.019 millj. kr. (2019/20: 2.489 millj. kr.). Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 1H nam 4.316 millj. kr. (2019/20: 4.523 millj. kr.).Hagnaður 2F nam 1.321 millj. kr. eða 4,3% af veltu (2019/20: 1.056 millj. kr.). Hagnaður 1H nam 1.225 millj. kr. eða 2,1% af veltu (2019/20: 1.721 millj. kr.).Hagnaður á hlut 2F var 1,12 kr. (2019/20: 0,87 kr.). Hagnaður á hlut 1H var 1,04 kr. (2019/20: 1,42 kr.).Eigið fé nam 25.392 millj. kr. í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 40,8% (Árslok 2019/20: 24.587 millj. kr. og 39,2%).Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2020/21 gerir ráð fyrir að EBITDA verði 8.100-8.600 millj. kr.