Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrstu níu mánuði ársins 2020

Rekstrartekjur námu 6.252 m.kr.Virðisrýrnun viðskiptakrafna nam 316 m.kr.Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 3.773 m.kr.Heildartap nam 209 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 2.057 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 96.840 m.kr. Bókfært virði eigna til eigin nota nam 3.778 m.kr. í lok tímabilsins.Matsbreyting fjárfestingareigna var neikvæð um 465 m.kr.Handbært fé nam 2.708 m.kr.Vaxtaberandi skuldir námu 61.523 m.kr. í lok tímabilsins.Eiginfjárhlutfall nam 31,0%.Tap á hlut var 0,02 kr.Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2020 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 28. október 2020.Meðfylgjandi er árshlutaskýrsla sem inniheldur árshlutareikning vegna fyrstu níu mánaða ársins ásamt ítarlegri upplýsingum um rekstur félagsins en fram koma í tilkynningunni.Rekstur félagsinsÞann 25. mars sl. birti félagið tilkynningu í Kauphöll Íslands þess efnis að afkomuspá fyrir árið 2020 hefði verið felld úr gildi sökum óvissu um efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins en birti uppfærðar horfur 5. júní 2020.Rekstur félagsins gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 miðað við aðstæður og var afkoman í takti við uppfærðar horfur stjórnenda félagsins. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 námu 6.252 m.kr. Þar af voru leigutekjur 5.640 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 3.773 m.kr. Tap fyrir tekjuskatt nam 70 m.kr. og tap samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 56 m.kr. Heildartap samstæðunnar nam 209 m.kr. samkvæmt yfirliti um heildarafkomu.NOI hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir sem hlutfall af leigutekjum) nam 67,5% á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 74,2% fyrir sama tímabil 2019.
Fjárfestingareignir félagsins eru metnar á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og stuðst er m.a. við núvirt framtíðarsjóðstreymi einstakra eigna. Breytingar á gangvirði eru færðar undir matsbreytingu fjárfestingareigna sem voru neikvæðar um 465 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins.Efnahagur félagsinsHeildareignir félagsins námu 104.323 m.kr. þann 30. september 2020. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 96.840 m.kr. sem skiptast í fasteignir í útleigu að fjárhæð 94.241 m.kr., leigueignir (nýtingarréttur lóða) 2.064 m.kr., fasteignir í þróun 75 m.kr., byggingarréttir og lóðir 448 m.kr. og fyrirframgreidd gatnagerðargjöld að fjárhæð 13 m.kr. Eignir til eigin nota námu 3.778 m.kr. Eigið fé félagsins nam 32.299 m.kr. í lok september 2020 og var eiginfjárhlutfall 31,0%. Heildarskuldir félagsins námu 72.024 m.kr. þann 30. september 2020, þar af voru vaxtaberandi skuldir 61.523 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 7.201 m.kr. VirðisútleiguhlutfallVirðisútleiguhlutfall félagsins hefur lækkað um 1% frá lok júní 2020 og nam 92,4% við lok þriðja ársfjórðungs. Um 75% af þeirri nettó breytingu er tilkomin vegna skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur.Horfur og áhrif vegna COVID-19Áhrif COVID-19 á starfsemi félagsins hafa verið víðtæk. Staða viðskiptakrafna hefur hækkað um 160 m.kr. frá áramótum og nam niðurfærsla viðskiptakrafna 310 m.kr. á sama tímabili. Endanlegar afskriftir námu 20 m.kr. og varúðarafskriftir á viðskiptakröfum námu 290 m.kr. Staða viðskiptakrafna og fjárhæð afskrifta eru í takt við þær væntingar sem félagið hafði þegar uppfærðar horfur voru birtar.Enn er óljóst hvaða efnahagslegu áhrif faraldurinn mun hafa á rekstur félagsins. Félagið heldur áfram að vinna með leigutökum að úrlausnum þeirra mála sem snúast fyrst og fremst um frestun og greiðsludreifingu á leigu og rekstrargjöldum. Vonast er til að ná samkomulagi um frestun á leigugreiðslum við þá leigutaka sem leigja eignir sem hýsa hótel. Stjórnendur telja ekki ástæðu til að endurskoða uppfærðar horfur félagsins, þrátt fyrir þriðju bylgju faraldursins.Sterk lausafjárstaðaFélagið hefur farið í ýmsar aðgerðir til að tryggja enn rýmri stöðu handbærs fjár. Félagið dró á 1.400 m.kr. bankafjármögnun sem tryggð var í upphafi faraldursins, endurkaupaáætlun var stytt ásamt því að stjórn lagði til að ekki yrði greiddur út arður vegna ársins 2019. Hluthafafundur samþykkti þá tillögu á aðalfundi 10. júní 2020.Þessu til viðbótar á félagið óádregna lánalínu að fjárhæð 800 m.kr. og óveðsettar eignir að fjárhæð tæplega 4.500 m.kr. Þá hefur félagið frestað sumum af þeim framkvæmdum sem áætlað hafði verið að ráðast í en voru ekki tengdar samningum við leigutaka.Lausafjárstaða félagsins er sterk og í lok september nam handbært fé félagsins 2.708 m.kr. Handbært fé frá rekstri var 2.057 m.kr. á tímabilinu.Staða félagsins er áfram sterk gagnvart öllum lánaskilmálum félagsins. Sjóðstreymiskvöð félagsins stendur í um 2,4 og veðhlutfall samstæðunnar stendur í 62,6%.Stækkun skuldabréfaflokkaFélagið stækkaði skuldabréfaflokkinn EIK 050726 í byrjun júlí að fjárhæð 2.000 m.kr. og í byrjun október að fjárhæð 1.700 m.kr. að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 2,25% og var andvirði útgáfnanna notað til að greiða upp óhagstæð bankalán.Félagið leitast ávallt eftir því að vera með sem hagkvæmustu vaxtakjör sem völ er á og hafa vextir félagsins haldið áfram að lækka. Við birtingu uppgjörsins námu vegnir verðtryggðir vextir félagsins 3,49% en námu 3,56% í lok september. Vegnir óverðtryggðir vextir námu 2,97% í lok september og eru óbreyttir við birtingu uppgjörsins.Endurfjármögnun LF 14 1Stefnt er að því að greiða upp skuldabréfaflokkinn LF 14 1 á næsta gjalddaga flokksins, 12. desember næstkomandi. Flokkurinn stendur í tæplega 12.700 m.kr. og var gefinn út af dótturfélaginu Landfestum á ávöxtunarkröfunni 3,9% árið 2014. Félagið hefur aflað tilboða frá þremur bönkum sem tryggir félaginu fulla fjármögnun flokksins. Ekki hefur verið skrifað undir lánasamninga. Komi til þess að flokkurinn verði greiddur upp stefnir félagið að því að halda skuldabréfaútboð í aðdraganda uppgreiðslunnar. M.v. breytilega vexti bankafjármögnunar, eins og hún er við birtingu árshlutauppgjörs, má gera ráð fyrir að vegin verðtryggð vaxtakjör samstæðunnar yrðu í kringum 3,2% að lokinni endurfjármögnun. Samkvæmt skilmálum flokksins greiðist 1,5% uppgreiðslugjald sem yrði gjaldfært á fjórða ársfjórðungi ásamt eignfærðum lántökukostnaði vegna útgáfu LF 14 1.Sameining dótturfélagaUm miðjan september sameinaðist dótturfélagið EF1 hf. við félagið. Einnig sameinaðist LF2 ehf., dótturfélag Landfesta ehf. við LF1 ehf., annað dótturfélag Landfesta. Lögformlega miðast samrunarnir við 1. janúar 2020.Kaup á Skeifunni 9Félagið festi kaup á Skeifunni 9, Reykjavík, í byrjun október. Um er að ræða 2.160 fm lagerhúsnæði. Núverandi leigutaki, Höldur ehf., mun leigja eignina að minnsta kosti til loka fyrsta ársfjórðungs 2021. Félagið staðgreiddi fasteignina en hefur tryggt bankafjármögnun fyrir öllu kaupverðinu og munu kaupin því ekki hafa áhrif á handbært fé félagsins. Sterk lausafjárstaða félagsins gefur svigrúm til að draga eins seint á fjármögnunina og samræmist lánasamningnum.Önnur eign félagsins, Skeifan 7, liggur við hlið Skeifunnar 9. Eru báðar eignirnar á sama reit samkvæmt nýlegu rammaskipulagi Reykjavíkurborgar um Skeifusvæðið. Með kaupunum gefst félaginu tækifæri til að ráðast í deiliskipulagsvinnu fyrir reitinn og þróa hann í kjölfarið og bindur félagið vonir við mikla möguleika til nýtingar á þessum reit í náinni framtíð. Áætlað byggingarmagn á þessum lóðum Skeifunnar 7 og 9 samkvæmt rammaskipulagi eru rúmir 10.300 fermetrar fyrir íbúðarbyggð og tæplega 7.300 fyrir atvinnuhúsnæði.Eignasafn félagsinsFasteignir innan samstæðunnar eru rúmlega 100 talsins og telja rúmlega 310 þúsund útleigufermetra í rúmlega 600 leigueiningum. Heildarfjöldi leigutaka er yfir 400. Helstu fasteignir félagsins á höfuðborgarsvæðinu eru Borgartún 21 og 21a, Borgartún 26, Suðurlandsbraut 8 og 10, Mýrargata 2-16, Pósthússtræti 2 (Hótel 1919), Smáratorg 3 (Turninn), Smáratorg 1, Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær), Grjótháls 1-3 og Austurstræti 5, 6, 7 og 17. Helsta fasteign félagsins utan höfuðborgarsvæðisins er Glerártorg. Stærstu leigutakar félagsins eru Húsasmiðjan, Flugleiðahótel, Ríkiseignir, Rúmfatalagerinn, Landsbankinn, Sýn, Síminn, Össur, Míla og Deloitte.Stærsti hluti fasteignasafns Eikar eru skrifstofuhúsnæði eða 46%. Næst koma verslunarhúsnæði 24%, lagerhúsnæði 13%, hótel 9%, heilsutengt húsnæði 4% og veitinga- og skemmtistaðir 4%. Um 91% fasteigna félagsins eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af 37% á fjármála- og viðskiptasvæði Reykjavíkur (aðallega innan póstnúmera 105 og 108), 17% í miðbæ Reykjavíkur og 19% í Smáranum – Mjódd. 9% eignasafnsins er á landsbyggðinni, þar af tæplega 8% á Akureyri.Rafrænn kynningarfundur
Rafrænn kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. október 2020 klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu.Skráning á fundinn fer fram hér: https://origo.zoom.us/webinar/register/WN_j1a_rjHURKKzhTGCPnn8XgEftir skráningu fá þátttakendur tölvupóst með nánari upplýsingum.Fjárhagsdagatal 2020Stjórnendauppgjör 2020 og áætlun 2021 11. febrúar 2021Ársuppgjör 2020 4. mars 2021Nánari upplýsingar veitir:Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980Viðhengi20.10.28 3F Árshlutaskýrsla 2020