Islandsbanki hf.: Birting afkomu 3F2020

Íslandsbanki mun birta afkomu fyrir þriðja ársfjórðung 2020 seinni part miðvikudags 28. októberSímafundur með fjárfestum á ensku kl. 09.30 fimmtudaginn 29. októberSímafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn fimmtudaginn 29. október kl. 09.30. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Fundurinn verður á ensku.Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.Fjárhagsdagatal:
Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjörs á neðangreindum dagsetningumÁrsuppgjör 2020 — 10. febrúar 2021Aðalfundur — 18. mars 2021Árshlutauppgjör 1F21 — 5. maí 2021Árshlutauppgjör 2F21 — 28. júlí 2021Árshlutauppgjör 3F21 — 27. október 2021Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.Nánari upplýsingar veita fjárfestatatengsl Íslandsbanka – ir@islandsbanki.is,sími: 440 4033Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_irUm Íslandsbanka
Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með djúpstæðar rætur í íslenskri atvinnusögu sem nær yfir 145 ár. Markaðshlutdeild bankans var á bilinu 25-40% á innanlandsmarkaði í árslok 2019. Með hlutverkið „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo að þú náir árangri” og framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til þess að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans.
Til að koma enn betur til móts við síbreytilegar þarfir viðskiptavina hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar stafrænar lausnir svo sem app Íslandsbanka og Kass. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 14 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Íslandsbanki hefur BBB/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings. www.islandsbanki.isFyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.