TM hf. – Tilgreining fjármálasamsteypu

Hinn 23. september 2020 var samstæða TM hf. tilgreind sem fjármálasamsteypa á vátryggingasviði af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitinu), sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 61/2017 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Til fjármálasamsteypunnar teljast félög innan samstæðu TM hf. eins og hún er á hverjum tíma. Samstæðan samanstendur af TM hf. sem móðurfélagi, dótturfélögum þess og þeim félögum sem TM hf. eða dótturfélög þess eiga hlutdeild í auk félaga sem tengjast hvert öðru með tengslum sem um getur í 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 61/2017, sbr. og 1. mgr. 3. gr. og 4., 5., 6. og 7. tölul. 2. gr. sömu laga.