Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2020

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2020
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2020, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 28. ágúst 2020.
Tap tímabilsins nam 76,9 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 20,0%.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar-júní 2020Tap tímabilsins nam 76,9 milljónum króna.Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 20,0% en skal að lágmarki vera 8% auk 2,5% verndunarauka, eða samtals 10,50%.Hreinar vaxtatekjur voru 265 milljónir króna eða 41,8% af vaxtatekjum, samanborið við 253 milljónir króna (41,5% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2019.Laun og annar rekstrarkostnaður nam 276,7 milljónum króna samanborið við 288,4 milljónir árið 2019.Eignir námu 18.852 milljónum króna og hafa hækkað um 2.376 milljónir frá árslokum 2019. Þar af voru útlán 15.796 milljónir samanborið við 13.039 milljónir í lok árs 2019.Skuldir námu 15.712 milljónum króna og hækkuðu um 2.453 milljónir frá árslokum 2019.Horfur
Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni.
Áhrif COVID-19 á rekstur Byggðastofnunar hafa að mestu komið fram í fjölda beiðna um frestun greiðslna á lánum viðskiptavina hennar. Stofnunin er þátttakandi í samkomulagi viðskiptabanka, lánastofnana og lífeyrissjóða um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs COVID-19 og gildir það til 30. september 2020. Það felur í sér að greiðslufrestir vegna áhrifa COVID-19 verði veittir til áramóta að hámarki.Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is
Lykiltölur úr árshlutareikningi og samanburður við fyrri árViðhengiFréttatilkynning v árshlutauppgjörs 30.06.2020Byggðastofnun Árshlutauppgjör 30.06.2020