Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2020

Hagnaður af starfsemi RARIK nam 424 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, sem er um 66% lækkun á milli ára.
Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2020 var 1.039 milljónir króna en var 1.616 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2019. Rekstrartekjur lækkuðu um 2,3% miðað fyrra ár og rekstrargjöld með afskriftum hækkuðu um 5,7% og voru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna mikilla tjóna í ársbyrjun.Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.014 milljónir króna á tímabilinu, samanborið við 735 milljónir króna fyrri hluta ársins 2019. Hækkunin skýrist aðallega af gengisbreytingum.Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru jákvæð um 404 milljónir króna, samanborið við 538 milljónir króna á fyrri hluta síðasta árs.Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður á tímabilinu 424 milljónir króna samanborið við 1.243 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2019.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.256 milljónir króna eða 27,6% af veltu tímabilsins, samanborið við 32,5% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri, fyrir vexti og skatta, var 2.195 milljónir króna samanborið við 2.640 milljónir króna á sama tímabili árið 2019.Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2020 námu 69.450 milljónum króna og heildarskuldir námu 23.556 milljónum króna. Eigið fé nam 45.894 milljónum króna og eiginfjárhlutfall því 66% samanborið við 64% í ársbyrjun.Fjárfestingar ársins eru áætlaðar um 7,4 milljarðar, sem er talsvert meira en undanfarin ár.Horfur í rekstri RARIK á árinu 2020 eru ágætar, en Kórónaveiran veldur ákveðinni óvissu. Fjárhagsleg áhrif Kórónaveirunnar á rekstur RARIK eru ekki veruleg eins og stendur, en vænta má að þau muni fylgja því hver verður framtíðarþróun efnahagslífsins hér á landi. Faraldurinn veldur áfram margvíslegri óvissu í rekstri RARIK, en allar aðgerðir miðast við að tryggja áfram öryggi í rekstrinum og að halda starfseminni eins lítið breyttri og mögulegt er.Gert er ráð fyrir að afkoma fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði í samræmi við áætlanir. Ekki er búist við sambærilegum áföllum vegna tjóna á seinni hluta ársins og fyrirtækið varð fyrir á fyrri hluta þess, sem voru meiri en verið hafa síðustu tvo áratugi. Gert er ráð fyrir að heildarafkoma fyrirtækisins verði betri á seinni árshelmingi þessa árs og því jákvæð á árinu 2020.Árshlutareikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.Helstu stærðir samstæðureiknings eru sýndar í meðfylgjandi viðhengi.Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, allar fjárhæðir í milljónum króna.Árshlutareikningur RARIK fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2020 var samþykktur á fundi stjórnar þann 27. ágúst 2020.Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 528-9000.
ViðhengiRARIK ohf – Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar 30-júní 2020.pdfFréttatilkynning um afkomu RARIK ohf fyrstu sex mánuði ársins 2020.pdf