Festi hf.: tilkynning vegna hækkunar hlutafjár

Þann 28. maí 2020 tilkynnti Festi um samþykkt stjórnar um hækkun hlutafjár félagins með útgáfu 3.126.086 nýrra hluta í Festi hf. í samræmi við heimild sem aðalfundur félagsins veitti stjórn hinn 23. mars 2020.Hlutafjárhækkunin hefur nú verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og hlutafé félagsins stendur í kr. 332.699.999 að nafnvirði.Nýju hlutirnir hafa verið gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð og óskað hefur verið eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.